Hundalýðræði samkvæmt Samfylkingu

Stjórnlagaráðið, sem starfar í umboði Samfylkingar, boðar að ekki skuli greiða þjóðaratkvæði um þjóðréttarskuldbindingar s.s. um Icesave og aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þjóðatkvæði má vera um hundahald og þess háttar smælki. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra spyr réttilega hvort hér sé á ferðinni grín.

Talsmaður Samfylkingar, Gísli Baldvinsson, svarar Ögmundi og ítrekar að stjórnlagaráði sé alvara með hundalýðræðinu.

Hvorki Ögmundur og enn síður Gísli nefna aðalatriði málsins; stjórnlagaráðið er sumargrín Samfylkingar, hannað og sett upp til að fylla út opinbera dagskrá svo að fólk fjasi nú ekki um stjórnarástandið, umsóknina eða veika meirihlutann á alþingi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skrif Baugsfylkingarvarðhundsins Gísla Baldvinssonar eru dæmigerð fyrir þessa andans snillinga sem þann ræfils flokk verja.  Ennþá finnast fretkarlar og nátttröll sem eru sannfærð um að lygahundar stjórnvada hefðu átt að fá að ráða með að greiða aðgangseyrinn í ESB ólögvarðan Icesave falsreikninginn, en ekki þjóðin.  Stjórnlagaráðsgrínið segir að þjóðin hafi aldrei átt að fá að kjósa um málið á sínum tíma, heldur beygja sig undir leynisamninga glæpalýðs.  Hún má kjósa um hundahald.  Stjórnlagaráðsskrípaleikurinn er í boði Baugsfylkingarinnar.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.7.2011 kl. 12:48

2 identicon

Gott hjá Ögmundi.

Aldrei bjóst ég við að ég ætti eftir að skrifa þessa setningu.

Karl (IP-tala skráð) 22.7.2011 kl. 13:56

3 Smámynd: Ómar Gíslason

Er bara ekki það næsta að það er alveg óþarfi að hafa Sveitastjórnar- og Alþingiskostningar?

Ómar Gíslason, 22.7.2011 kl. 15:11

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Tvisvar gott hjá Ögmundi! Fyrra skiptið var um Reykjavíkurflugvöll.

Halldór Jónsson, 22.7.2011 kl. 15:34

5 identicon

Ómar, líklega rétt því samkvæmt ESB tilskipun 987590/2009 þá verður Ísland hvorki land né ríki innan ESB. Ísland verður flokkaður sem eitt lítið bæjarfélag. Það bæjarfélag mun síðan tilheyra héraði sem mun tilheyra sýslu sem mun tilheyra sýsluklasa sem mun tilheyra ríki sem tilheyrir ESB.

Björn (IP-tala skráð) 22.7.2011 kl. 16:44

6 Smámynd: Alfreð K

Mjög gott hjá Ögmundi, bæði í þessu og flugvallarmálinu.  Einn af fáum vinstri mönnum með einhverja samvizku.

Alfreð K, 22.7.2011 kl. 19:46

7 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ögmundur veltir fyrir sér ákvæði um þjóðaratkvæði í tillögum stjórnlagaráðs. Þar tiltekur hann sérstaklega tvö atriði sem ráðið leggur til að ekki verði hægt að kjósa um.

Gísli Baldvinsson svarar Ögmundi, en þó einungis öðru atriðinu og nefnir Kaliforníu sem dæmi. Hitt atriðið er varðar þá tillögu að þjóðin fái ekki rétt til að kjósa um afsal valda þjóðarinnar til erlendra aðila, kýs Gísli að tjá sig ekki.

Það sem er þó eftirtektarvert við svar Gísla, er að hann gat ekki tjáð sig öðruvísi en með uppnefni, þar sem hann leggur að jöfnu, í fyrirsögn greinar sinnar, Ögmund og Tortímandann og endar síðan skrif sín með því að kalla alla þá sem ekki aðhyllast stefnumál Samfylkingar, fylgismenn eða staðgengla Tortímandans!

Það er aumt þegar menn geta ekki tjáð sig í ræðu eða riti án uppnefna!

Gunnar Heiðarsson, 25.7.2011 kl. 09:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband