Skilningur á svengd úlfsins

Norðurslóðir eru þar sem stórveldi mætast og takast á um fjölþætta hagsmuni. Stórveldin Bandaríkin eru þarna ásamt Rússum auk miðlungsríkja eins og Kanada, smáríkja á borð við Noreg og örríkja eins og Íslands. Evrópusambandið vill komast að samningaborðinu um norðurslóðir og sér Ísland sem stökkpall.

Þingmannanefnd Evrópuþingsins sem hefur Ísland að viðfangsefni fundaði nýlega með forsætisnefnd vestnorrænna ráðsins. Forseti ráðsins er Ólína Þorvarðardóttir. Fundurinn var haldinn í Nuuk í kjölfar sneypunnar sem Ísland varð fyrir á fundi norðurskautsráðsins er Reykjavík var hafnað  sem aðsetri fyrir varanlega skrifstofu ráðsins.

Ólína bloggar um fundinn með þingmönnunum frá Brussel, segir þá sýna norðurslóðum ,,aukinn skilning." Af orðum þingmanns Samfylkingarinnar er að ráða að ESB-fulltrúarnir hafi helst áhuga að bjarga mannslífum á norðurslóðum.

Ólína sýnir svengd ESB-úlfsins virðingarverðan skilning. Verði þessi skilningur ráðandi í utanríkismálum Íslandinga lengi enn þarf ekki að spyrja að leikslokum. Evrópusambandið mun bjarga Íslandi - með manni og mús.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Færsla Ólínu er bráðfyndin.

Hún tekur sjálfa sig svo hátíðlega og sitt mikla starf að hafa má mikla skemmtan af.

Fátt er fyndnara en ranghugmyndir íslenskra kjána.

Karl (IP-tala skráð) 26.5.2011 kl. 20:27

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

     Mikið assgoti erum við eftirsótt núna,að því leiti  lang-mest  og best miðað við höfðatölu,svo notast sé víð gamla viðmiðið.   

Helga Kristjánsdóttir, 27.5.2011 kl. 01:31

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Mikill er "skilningur" Mikka klækja-refs, ESB-AGS. Hvað ætli ESB-já-sinnum finnist um mannréttindabrotin á almenningi á Spáni þessa dagana? Ekki er mikill "skilningur" þar á ferð, og þó er Spánn í ESB?

Mannréttindi? Friðarbandalag?

Hvers vegna trúir því einhver að almenningur á Íslandi verði ekki meðhöndlaður á sama hátt og önnur aðildarríki, þegar ESB-AGS-bandalags-klúbburinn hefur öll tögl og hagldir á framvindu mála á Íslandi?

Var ekki meiningin að koma sér burt frá spillingunni, en ekki láta vígja sig formlega og endanlega inn í enn meiri spillingu? Ég hélt að það væri vilji almennings á Íslandi, og standa svo með almenningi sem er svo ólánsamur að tilheyra nú þegar friðarbandalags-klúbbnum "miskunnsama," eins og t.d. Spánverjar og fleiri! 

Er eitthvað sem bendir til að ESB-AGS kúgarar breytist í miskunnsama samverjann, daginn sem Ísland gengur formlega í undirheima-klúbb banka-mafíuklíkunnar ESB-AGS?

Ég kem ekki auga á þann miskunnsama í Brussel-"himnaríkinu," en kannski er ég bara ekki með réttu trúar-pólitísku sjónhverfingar-gleraugun, sem já-aðildar-sinnar virðast hafa fengið að láni hjá bestavina-mannréttinda-friðarfélaginu í Brussel-"himnaríkinu miskunnsama?"

Þetta ESB-klúbbs-innvígsla er "öðruvísi himnaríki," þar sem lykla-Pétur ESB-klúppstjóri situr við Gullnahliðið og velur úr útvalda sem auðvelt er að múta og stjórna, inn fyrir hliðið, og hinir sem eru með réttlætistilfinningu og krefjast mannréttinda á eðlilegum nótum, svo sem atvinnu og réttindi til eðlilegrar afkomu, eru settir í þrælaflokkinn og atvinnubótavinnu, fyrir utan Gullnahliðið, og geta étið það sem úti frýs og bjargað sér sjálfir án "hjálpar" frá hinum heilögu allsráðandi "himnaríkis-ráðherrum" Brussel-spillingar-klúbbsins.

Ég þarf líklega að skaffa mér svona já-sjónhverfingar-gleraugu og setja þau á nefið annað slagið til að hvíla mig á blekkingar-vitleysunni. Það er erfitt að horfa aðgerðarlaus á blindni og hrekklausa trúgirni já-fólks í þessum ESB-AGS málum. Vitandi það að ESB-AGS-klúbbstjórar eru að leiða blinda Íslendinga fram af næsta feigðarósi, og láta Íslendinga sjálfa borga farið fram af feigðarósinum!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.5.2011 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband