Samfylkingarfólk á lista Sjálfstæðisflokksins

Benedikt Jóhannesson í Talnakönnun skipulagði og útvegaði fjármagn til að styðja Samfylkinguna í síðustu kosningum með auglýsingaherferð. Benedikt er fyrir samfylkingarhluta sjálfstæðismanna sem vilja aðild að Evrópusambandinu. Eftir stuðninginn við Samfylkinguna í síðustu kosningum vill Benedikt snúa aftur ,,heim" í Sjálfstæðisflokkinn.

Gegn því að Benedikt og tveir aðrir sem sögðu sig úr Sjálfstæðisflokknum snúi tilbaka heimta aðildarsinnar þriðja hvert sæti á framboðslistum Sjálfstæðisflokksins.

Aðildarsinnar eru ekki nógu margir í flokknum til að manna þriðjunginn af sætum á framboðslistum Sjálfstæðisflokksins. Benedikt kann ráð við því: hann sækir auðvitað samfylkingarfólk til að setja á listana.

Benedikt kann nefnilega að gera mikið úr litlu. Félagsskapurinn hans heitir ýmist Sjálfstæðir Evrópumenn, Sterkara Ísland eða Já-Ísland til að sýna margbreytileikann hjá aðildarsinnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Upplýsingar um félagið;

Sjálfstæðir Evrópumenn

Félagið Sjálfstæðir Evrópumenn var stofnað í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu föstudaginn 12. febrúar 2010.

Tilgangur félagsins er að standa vörð um sjálfstæði Íslands, áframhaldandi samvinnu Íslands við vestrænar lýðræðisþjóðir og stuðla að efnahagslegum og pólitískum stöðugleika, trausti, einstaklings- og atvinnufrelsi og frjálsum viðskiptum. Til þess að ná þessum markmiðum vill félagið stuðla að hagstæðum samningi um aðild Íslands að Evrópusambandinu.

STJÓRN

Formaður
Benedikt Jóhannesson

Meðstjórnendur
Ragnheiður Ríkharðsdóttir
Pavel Bartoszek
Sigrún Ingibjörg Gísladóttir
Halldór Halldórsson
Baldur Dýrfjörð
Hanna Katrín Friðriksson

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 26.5.2011 kl. 07:15

2 identicon

Smáfrétt:

Sjálfstæðir Evrópumenn á stofnfundi

Benedikt Jóhannesson, fyrsti formaður félagsins, á stofnfundi í dag. stækka

Benedikt Jóhannesson, fyrsti formaður félagsins, á stofnfundi í dag. Ljósmynd/sterkaraisland.is

Stofnfundur félagsins Sjálfstæðir Evrópumenn var haldinn í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Vel yfir 200 manns komu á fundinn og stofnfélagar eru um 200. Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Talnakönnunar, var kjörinn fyrsti formaður hins nýja félags.

Aðrir í stjórn voru kjörnir þessir, til tveggja ára, þau Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Pavel Bartoszek og Sigrún Ingibjörg Gísladóttir. Í stjórn til eins árs voru kjörin Halldór Halldórsson, Baldur Dýrfjörð og Hanna Katrín Friðriksson.

Tilgangur félagsins er að standa vörð um sjálfstæði Íslands, áframhaldandi samvinnu við vestrænar lýðræðisþjóðir og stuðla að efnahagslegum og pólitískum stöðugleika, trausti, einstaklings- og atvinnufrelsi og frjálsum viðskiptum. Til þess að ná þessum markmiðum vill félagið stuðla að hagstæðum samningi um aðild Íslands að Evrópusambandinu

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 26.5.2011 kl. 07:17

3 identicon

Af hverju stofna þeir ekki flokk þar sem þeir geta fengið öll sætin?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 26.5.2011 kl. 09:36

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Góður punktur Elín.

Ragnhildur Kolka, 26.5.2011 kl. 10:25

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Þessi  þrjú ættu að skipta formannsætunum félaganna á milli sín, ef fjórði aðilinn kæmi til liðs við þau gætu þau stofnan samband þessarra félaga. Þá er hægt að halda sameiginlega árshátíð.

Sigurður Þorsteinsson, 26.5.2011 kl. 10:40

6 identicon

Hélt í fyrst að væri 1. apríll ég las þessa tæru snilld, en þegar Baugsbaðvörðurinn mætti á vaktina með ljósritunarvélina þá áttaði ég mig á að þetta er fúlasta alvara Baugsfylkingarmanna. 

Hvernig er það með evrópusambandsfíkla...  Vanta yfirleitt fleiri blaðsíður í þetta fólk...???

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.5.2011 kl. 11:58

7 identicon

Að sama skapi hlýtur að þykja sjálfsagt í félagshyggjuflokkinum Baugsfylkingunni að fjórða hvert sæti á framboðslista þeirra verði skipað andstæðingi inngöngu í Evrópusambandið, sem ku vera hlutfallslega þeir liðsmenn flokksins sem það eru.  Hverju skyldi nú valda að ekkert má heyrast frá þeirra skoðunum í fjölmiðlum?  Gæti það verið að þeir hafi engan aðgang að Baugsmiðlum eins og Ríkisútvarpinu, sem og frjálslega meðferð þeirra á sannleikanum eins og glögglega má lesa í Staksteinum Morgunblaðsins í dag.:

 

Fimmtudagur, 26. maí 2011

Rúv spurt

Nú er komið í ljós, að fréttaflutningur RÚV af flokksráðsfundi Vinstri grænna sl. föstudag og laugardagsmorgun var villandi og í sumum tilvikum rangur. Hvernig stendur á því að RÚV lætur nota sig svona?“

• • • •

Þannig spyr Evrópuvaktin og segir:

• • • •

„Fundurinn var fámennur, Steingrímur J. flutti lélega ræðu, fellt var með eins atkvæðis mun, átján atkvæðum gegn sautján, að lýsa yfir „eindregnum“ stuðningi við ríkisstjórnina.

• • • •

Og eins og venjulega er það Morgunblaðið sem réttir þennan fréttaflutning RÚV af og kemur á framfæri upplýsingum um það, sem raunverulega gerðist á fundinum.

• • • •

Hvernig stendur á því að fréttastofa RÚV hefur ekki birt frétt um atkvæðagreiðsluna um orðið „eindregnum“?!

• • • •

Vissi fréttastofan ekki um þessa atkvæðagreiðslu? Getur það verið? Var Jóhanna Vigdís ekki á staðnum bæði síðdegis á föstudag og á laugardagsmorgun? Ekki var annað að heyra á fréttum hennar en svo hefði verið.

• • • •

Tekur fréttastofa RÚV algerlega gagnrýnislaust við því, sem að henni er rétt?

• • • •

Og m.a.o. hvernig stendur á því að ræða Steingríms J. Sigfússonar á flokksráðsfundinum hefur ekki verið birt?

• • • •

Má „venjulega fólkið“ á Íslandi ekki lesa málsvörn hans fyrir Svavars Gestssonar-samningana um Icesave og „ekki nema 70 milljarða kostnað“ þjóðarinnar af þeim?!!“

...

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.5.2011 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband