Afgerandi nei við ESB hjá öllum nema Samfó

Átta af hverjum tíu kjósendum Framsóknarflokksins myndu segja nei við aðild Íslands í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hlutfall andstæðinga aðildar er litlu lægra í Sjálfstæðisflokknum eða 76 prósent. Kjósendur Vinstri grænna eru afgerandi á móti aðild, um 68 prósent myndu segja nei.

Samfylkingin sker sig úr og er einangruð í Evrópumálum. Aðeins tíu prósent kjósenda Samfylkingarinnar myndu segja nei við  aðild að Evrópusambandinu.

Hér er könnunin í heild.


mbl.is Meirihluti gegn ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er mjög gaman af þessu. Þið NEI sinnar tókuð ekkert mark á Icesave könnuninni vegna þess að 61% sögðu JÁ. Þið kennduð svarhlutfallinu um enda tæplega 50% sem svöruðu.

En nú kemur ESB könnun þar sem rétt rúmlega 50% svara og þá er hún alveg skothelld. Bara vegna þess að ykkur líkar niðurstaðan.

Ef niðurstaðan væri einhver önnur þá væri þetta bull skoðanakönnun og Capacent er að vinna fyrir djöfulinn (Samfylkinguna)

Sleggjan og Hvellurinn, 11.3.2011 kl. 09:39

2 identicon

Ekki gott að vita hvort að sá næsti að ofan geri sér grein fyrir að það er munur á 50% svarhlutfalli og undir 30% sem er afgreitt hjá öllum alvöru kannanafyrirtækjum sem undir því sem getur verið marktækt og um leið óbirtingarhæft.  Mörkin liggja undir 50% svarhlutfallinu og yfir 30%.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.3.2011 kl. 12:55

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

63% vilja samþykkja Icesave.

http://www.ruv.is/frett/63-prosent-samthykkja-icesave

Gert af Capacent alveg eins og ESB könnunin hérna að ofan

" Svarhlutfall var 58,4% og úrtakið tólfhundruð sjötíu og níu manns."

Þannig að þetta er marktæk könnun skv þínum fræðum.

Sleggjan og Hvellurinn, 11.3.2011 kl. 13:27

4 identicon

Svarhlutfall var 58.4% sem er komið vel undir þau vikmörk sem alvöru könnunarfyrirtæki dæma könnun óásættanlega og ómarktæka.  Þar er 30% talið lágmarkið. 

1279 voru spurðir - 745 kusu að svara -  58% - 545 tóku afstöðu eða 42% - 344 ætla að segja já eða 27%.  Að rúm 42% brottfall þe. svari ekki af ekki stærra úrtaki er algerlega óásættanlegt gagnvart öllum eðlilegum og viðurkenndum vinnureglum könnunarfyrirtækja, og orðið aumt ef þau láti teyma sig út í slíka vitleysu.

Það er í sjálfu sér í góðu lagi að gera kannanir og birta, en þá verður að gæta þess að segja alla söguna varðandi vikmörk sem talin eru eðlileg áður en þær teljast einskyns virði.  Seinast þegar ég vissi þá er könnun útvarps Baugsfylkingarinnar ekki einu sinni sjáanleg á vef kannanafyrirtækisins.  

Á hverjum degi býður td. Útvarp Saga upp á rafrænar kannanir þar sem sama ip - talan getur ekki kosið nema einu sinni.  Þar taka afstöðu á hverjum degi álíka margir og í þessari könnun og þegar er um stærri mál eins og Icesave er að ræða þá er tvöföld þátttaka eða meiri á einum sólarhring.

Útvarp Saga spurði um sama leiti og hin var gerð.:

Hvernig ætlar þú að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave?

Kýs ekki - 0.61%

Skila auðu - 0.62%
 
Nei - 72.02%
 
Já - 26.75%

 --------------

Fjöldi atkvæða 983 - brottfall og óákveðnir 1.2%, sem merkir að nánast allir sem tóku þátt voru búnir að mynda sér skoðun á málinu eins og má búast við af þeim sem taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni.  Það er rétt um tvöföld fleiri ákveðin svör en fréttastofa Baugsfylkingarinnar getur státað af í enn óvísindalegri könnun en Sögu menn bjóða upp á á hverjum degi og með meiri þátttöku þeirra sem hafa skoðanir á mélefnum sem spurt er um.

Það sem er sorglegast að 8 til 9 af hverjum þeim sem leggjast í skítinn fyrir auðrónunum Samfylkingarinnar, Bretum, Hollendingum og Evrópusambandinu og lætur plata sig til að samþykkja að taka þátt í lögbroti með að greiða ólögvarinn Icesave reikninginn, hafa ekki hugmynd um út á hvað samningurinn gengur eða hafa kynnt sér hann. 

Er hægt að afhjúpa áhrif hræðsluáróðursins og eða aðra takmörkun þeirra á áhrifaríkari hátt?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.3.2011 kl. 14:24

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Prósentu hlutfall er ekki sem skiptir höfuðmál. Heldur hver margir tóku afstöðu. Ef það er spurt 5000 manns og 50% svarhlutfall þá svara 2500 manns. En ef það er spurt 1000 manns og það er 70% svarhlutfall þá svara 700 manns.

Það er marktækara þegar fleiri svara. 

Og könnun á Útvarpi Sögu er ekki marktæk. 

Maður á að taka slembiúrtak úr þjóðskrá. Ekki krossa í kassa á netinu.

Sleggjan og Hvellurinn, 11.3.2011 kl. 17:33

6 identicon

Á endanum er það ekki slembiúrtak sem kýs JÁ eða NEI,... heldur lifandi fólk, þjóðin, með sjálfstæðar mótaðar skoðanir sem er ákveðið í hvað það ætlar að kjósa.  Td. er slembiúrtaks kannanirnar yfirleitt miðaðar við 75 ára og yngri.  Eldri eru örugglega í þessu tilfelli afar ákveðnir á sinni skoðun og gætu breytt töluvert niðurstöðu slíkra kannana.  Vegna þess og spurninguna um gallaðar kannanir þá gef ég ekkert fyrir þá sem þú ert viss um að er alveg frábær framkvæmd og þá túlkun útvarps stjórnvalda.  Mun einfaldara að rökstyðja Sögu könnunina sem "stóra sannleikann".

Taktu eftir, ekkert virt kannanafyrirtæki telur könnun sem er með 42% vikmörk marktæka.  30% er algert hámark.  Þar munar verulegu.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.3.2011 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband