Minnihlutastjórn VG og kosningar

Ríkisstjórnin er í minnihluta á alþingi, rúinn trausti og trúverðugleika. Kosningar þurfa að fara fram fyrr heldur en seinna. Næsta verkefni er að setja saman fjárlög fyrir næsta ár og lóðsa þau í gegnum alþingi.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. er ónýt vegna þess að annar stjórnarflokkurinn, Samfylkingin, rekur sundrungarpólitík.

Minnihlutastjórn VG er besta niðurstaðan við þessar kringumstæður. Stjórnin fengi hlutverk starfsstjórnar sem kæmi nauðsynlegum málum áfram í breiðri sátt.

Það er auðvelt að koma á minnihlutastjórn VG. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur kæmu sér saman að veita stjórninni stuðning að gefnum skilningi að þetta sé starfsstjórn.

Kosningar yrðu vorið 2011. 


mbl.is Ekki til í þjóðstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er sama hvað stjórnin heitir, ef takmarkið er að auka völd flokka með einhverju nafni á stjórninni.

Það er ekki nafnið eða flokkarnir sem skipta máli heldur vinnubrögðin hjá því fólki sem er þarna! Rökræður á virðingargrunni er það eina sem dugar, til að ná árangri fyrir alla.

Það má ekki gleyma því að þetta fólk var kosið til að vinna fyrir þjóðina en ekki flokkana.

Það hlýtur að vera mögulegt af fullorðnu fólki að læra að vinna saman af heilindum fyrir alla þjóðina? M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.6.2010 kl. 11:58

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hverju kæmi slík minnihlutastjórn fram sem meirihlutastjórn gerir ekki? 

Framsókn og Sjálfstæðisflokkur veita slíkri minnihlutastjórn aldrei stuðning nema hún framkvæmi að meira eða minna leyti þeirra stefnu. Ef VG væru tilbúnir í slíkt væri eðlilegast að þessir þrír flokkar myndi stjórn strax án kosninga.

Slík stjórn hefði góðan meirihluta, þannig að órólega deildin í VG gæti spriklað að vild, en óvíst er að þeir hefðu nokkurn áhuga á því ef þeir gætu ekki  með því skapað glundroða og stjórnleysi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.6.2010 kl. 12:18

3 identicon

Núverandi ríkisstjórn er ekki lýðræðisstjórn. Þau hafa löngum helst barist fyrir málum sem meirihluti þjóðarinnar er á móti, svo sem Icesave og Evrópusambandið, en þetta hafa verið þeirra hjartansmál, og eru þau ekki verðug að bera titilinn "vinstri stjórn", miðað við hvernig velferðarmál hafa verið hunsuð, og ungt fólk getur ekki einu sinni lengur gengið að menntaskólavist vísri, en ungir atvinnulausir menn eru einmitt sá hópur sem hvað helst sviptir sig lífi, svo hér er sálarró fólks einnig stefnt í hættu. Stjórn sem hunsar velferðarmál og menntamál, og kemur á því auknum ójöfnuði, ójöfnum tækifærum manna til góðs lífs og framtíðar, til að berjast fyrir erlend peningaöfl og hagsmuni þeirra, svo sem AGS, ESB og svo framvegis, í óþökk, og með viðbjóði meirihluta þjóðarinnar getur engan veginn kallast vinstri stjórn. Þetta er fasísk elítu stjórn, sem lítur á almenning sem sauði til að misnota. Burt með hana! Lifi Ísland!

Ólöf (IP-tala skráð) 19.6.2010 kl. 12:32

4 identicon

Það sem Ögmundur er auðvitað að tala um er bara að Sjálfsstæðisflokknum er ekki treystandi nákvæmlega núna aftur til að koma við stjórn ríkisins. Eins slæm og núverandi ríkisstjórn hefur reynst okkur, er eins gott að hún komi að minnstakosti einhverri hreyfingu á kvótakerfið(og nýlega vatnslögin) svo Sjálfsstæðisflokkurinn geti ekki drepið það strax og þjóðstjórn er komið á.

Eins og ég les í þetta hefur Ögmundur ekkert á móti þjóðstjórn, einfaldlega núna þegar á að bjarga okkur frá einkavinavæðingunni er ekki besti tíminn til að Sjálfsstæðismenn fái meira vald.

Gunnar (IP-tala skráð) 19.6.2010 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband