Nató, ásýnd og reynd

Úkraína er í reynd Nató-ríki, segir varnarmálaráđherra landsins. Í Úkraínu berjast rússneskir hermenn í reynd viđ Nató, segja yfirvöld í Rússlandi.

Reynd í merkingunni raunveruleiki er eitt en annađ er ímyndin um reynd. Ađild Svíţjóđar og Finnlands ađ Nató er nćr reynd raunveruleikans en ađild Úkraínu. Eina sem stendur í vegi ađildar norđurlandaţjóđanna ađ bandalaginu er neitun Tyrklands.

Um leiđ og Erdogan segir já eru Svíţjóđ og Finnland orđin Nató-ríki ađ öllu leyti nema ađ forminu til. Ađeins vantar undirskriftir. Hver er ástćđan? Jú, Rússar segja ađ norđurlöndin tvö séu ţegar Nató-ríki - í reynd.

Svolítiđ villandi ţetta međ sýnd og reynd. Á bakviđ glittir í grjótharđan veruleika alţjóđastjórnmála.

Nató er hernađarbandalag. Ríki innan bandalagsins styrkjast en ríki utan bandalagsins veikjast í réttu hlutfalli viđ styrk bandalagsríkjanna. Eftir upplausn Sovétríkjanna 1991 styrkist Nató jafnt og ţétt, međ fjölgun ađildarríkja er eiga landamćri ađ Rússlandi.

Lögmáliđ um hlutfallslegan styrk gildir á milli nágranna. Ţađ breytir engu fyrir Kína hvort Úkraína er ađili ađ Nató eđa ekki. Aftur breytir ađildin öllu fyrir Rússland. 

Rússum var aldrei bođin ađild ađ Nató. Hernađarbandalög ţurfa óvin til ađ réttlćta tilveru sína. Ef enginn er andstćđingurinn er bandalag um hernađ óţarft.

Stćkkun Nató í austurátt var bein ögrun viđ öryggishagsmuni rússneska ríkisins. Eftir tilbođ Nató til Úkraínu og Georgíu voriđ 2008 um ađild gerđu Rússar innrás í Georgíu, sem er smáríki, til ađ undirstrika ađ öryggi Rússlands yrđi variđ međ vopnavaldi.

Frá 2008 mátti semja viđ Rússland um ađ Úkraína yrđi hlutlaust land utan hernađarbandalaga. Tíminn var ekki notađur til samninga. Í stađinn hófst Natóvćđing Úkraínu á bakviđ tjöldin. Ásýndin var ađ Úkraína sé hlutlaust land en í reynd var landiđ jafnt og ţétt gert ađ Nató-ríki.

Rússar stóđu frammi fyrir tveim kostum, báđum slćmum. Í fyrsta lagi ađ leyfa Úkraínu ađildina ađ Nató og standa andspćnis fullum herstyrk Bandaríkjanna í fyrirsjáanlegum deilum um stöđu Rússa í austurhluta Úkraínu. Í öđru lagi ađ hefja stríđsađgerđir áđur en Úkraína yrđi fullgildur ađili ađ hernađarbandalaginu.

Ráđandi öfl í Washington og Brussel veđjuđu á ađ Rússar tćkju fyrri kostinn en töldu sig fullbúin undir ţann seinni. Stríđ eru aftur óútreiknanleg. Atburđir á vígvellinum ráđa ferđinni hvađ sem líđur undirbúningi.

Ungir menn í blóma lífsins deyja í ţúsundavís á međan valdamenn tala um sýnd og reynd. Villimennska mannfórna í nafni siđmenningar. 

  

 


mbl.is Úkraína í raun og veru ađili ađ NATO
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 14. janúar 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband