Fréttin.is þorir, styðjum útgáfuna

Fréttin.is sker sig úr íslensku fjölmiðlakerfi. Útgáfan gerir sér far um að birta óvinsælar skoðanir í jafn ólíkum málaflokkum og lofslagsumræðunni, kynjafréttum og heilbrigðismálum.

Íslensk fjölmiðlun er einsleit. Bandalag þriggja fjölmiðla RÚV, Stundarinnar og Kjarnans, RSK-miðlar, er áhrifamikið um hvað teljast fréttir og hvað ekki. Sést best á þöggun alls þorra fjölmiðla um RSK-sakamálið. Fréttin sker sig úr, brýtur þögnina.

Skoðanir eru réttar eða rangar eftir rökstuðningi þeirra. Um fréttir gildir að engin frétt er betri en heimildin fyrir henni. Í öllum fjölmiðlum birtist efni sem heldur ekki máli, sé grannt skoðað. Fréttin er ekki undantekning. En Fréttin gerir sér far um að fylgja ekki rétttrúnaði sem þorri fjölmiðla er áskrifandi að. 

Pólitíski rétttrúnaðurinn í fjölmiðlakerfinu er hættulegur lýðræðinu. Upplýst samfélag þarf fleiri en eina skoðun, annars festumst við í allsherjarlygi; trúum að glæpir séu góðverk. Eins og RSK-miðlar hafa fyrir satt.

Fréttin nýtur ekki ríkisstuðnings, ólíkt flestum fjölmiðlum. 

Hægt er að styðja Fréttina.is með því að fara á heimasíðu útgáfunnar og leggja inn á reikning. Margt smátt gerir eitt stórt.

 


Bloggfærslur 30. ágúst 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband