Þórður Snær, Þóra og glæpur ársins

Blaðamannafélag Íslands verðlaunaði í vor helstu afrek félagsmanna á liðnu ári. Þórður Snær og Arnar Þór af Kjarnanum fengu viðurkenningu fyrir ,,rannsóknarblaðamennsku ársins." Félagarnir fengu frá RÚV efni úr síma Páls skipstjóra Steingrímssonar og birtu. Feikileg rannsóknarvinna felst í að birta efni annarra - eins og nærri má geta.

Aðalsteinn Kjartansson á Stundinni fékk ,,blaðamannaverðlaun ársins." Hann gerði það sama og Þórður Snær og Arnar Þór, fékk texta ofan af Glæpaleiti og birti á Stundinni. Æðstu gæði íslenskrar blaðamennsku, samkvæmt fagfélagi stéttarinnar, er að afrita og líma.

Markmiðin verða vart háleitari, skyldi ætla. En jú, ef afritunin er fengin með glæpsamlegum hætti er það sérstakur bónus.

Þremenningarnir eru sakborningar í RSK-sakamálinu. Fjórði sakborningurinn, sem vitað er um, er Þóra Arnórsdóttir á RÚV. Réttarstaða blaðamannanna varð kunnug um miðjan febrúar. Verðlaunin fengu þeir í maí. Einstakt í sögu verkalýðsfélaga er að þau hvetji til skipulagðrar glæpastarfsemi. 

Í haust hlýtur Blaðamannafélag Íslands að verðlauna glæp ársins. Blaðamönnum RSK-miðla tókst að hnoða saman í eitt sakamál líkamsárás með byrlun, stafrænt kynferðisofbeldi, gagnastuld og brot á friðhelgi einkalífs, skv. greinargerð lögreglu dags. 23. febrúar í ár.

Afrekið verðskuldar verðlaun.

Verðlaunin verða sennilega afhent á Ítalíu. Að því gefnu, auðvitað, að ekki sé í gildi framsalsamningur milli þarlendra yfirvalda og Íslands.


Bloggfærslur 29. ágúst 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband