Reynir, Helgi Seljan og Stundin

Reynir Traustason er úr vestfirsku sjávarþorpi en Helgi Seljan austfirsku. Báðir komu þeir í blaðamennsku með stórt álit á sjálfum sér en lítið vit á faginu. Þeir böðlast áfram og skeyta hvorki um heiður né skömm. Falsfréttir, aðdróttanir, hávaði og læti í samspili fjölmiðla og samfélagsmiðla eru í fyrirrúmi en sannindi aukaatriði.

Reynir Traustason lýtur í gras fyrir Arnþrúði Karlsdóttur sem sagði þetta um kauða:

„Sjáðu bara eins og [...] stjórn­ar­formann Stund­ar­inn­ar, Reyni Trausta­son. Hvað held­urðu að hann hafi mörg manns­líf og fjöl­skyldu­ham­ingju á á sam­visk­unni? Bæði frá því sem rit­stjóri DV og rit­stjóri Stund­ar­inn­ar og þá stjórn­ar­formaður Stund­ar­inn­ar.“

„Hvað held­urðu að hann hafi mörg manns­líf á á á sam­visk­unni þar sem hann hef­ur lagt heilu fjöl­skyld­urn­ar og fólk í rúst út af at­huga­semda­kerf­um sem hann lét með lyga­f­rétt­um sem að eru fram­leidd­ar?“

Helgi Seljan er kominn á Stundina, þar sem Reynir var stjórnarformaður, þegar ummæli Arnþrúðar Karlsdóttur féllu. Fyrir á fleti er annar garpur af Efstaleiti, Aðalsteinn Kjartansson. 

En hvers vegna er Helgi með búðsetu á Stundinni? Margverðlaunaður blaðamaðurinn af Efstaleiti.  

Jú, það stendur yfir lögreglurannsókn á glæpsamlegu athæfi fréttamanna RÚV. Eitrun Páls skipstjóra og gagnastuldur eru brátt á borði saksóknara.  

Hæstiréttur úrskurðaði um mannorð Reynis. Vinnulag Helga Seljan bíður dóms.  Báðir eru nátengdir Stundinni sem segist berjast fyrir réttlæti, gagnsæi og sjálfstæði. 


Bloggfærslur 10. febrúar 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband