Skítugar sprengjur í hreinu stríđi?

Ef kjarnorkusprengja, skítug eđa ekki, verđur sprengd í Úkraínu fćrist heimurinn nćr ragnarökum. Eftir Híroshíma og Nagasaki í lok seinna stríđs er kjarnavopnum ekki beitt í stríđsátökum. Ein sprengja réttlćtir ađra sem aftur kallar á ţá ţriđju. 

Eyđingarmáttur kjarnorku er slíkur ađ siđmenningunni stendur ógn af. Notkun ţessara vopna fćli í sér meiri manngerđar hamfarir en nokkur sögulega dćmi eru um og gćti bókstaflega gert heiminn óbyggilegan.

Vísun í geislavirk vopn sem ,,skítugar sprengjur" gefur til kynna ađ stríđiđ á gresjum Garđaríkis sé hingađ til í einhverjum skilningi ,,hreint". Ţví fer víđsfjarri. Fallnir og sćrđir eru líklega á skrifandi stundum milli 300 og 400 ţúsund, mest ungir karlmenn. Akrar og innviđir ónýtast og milljónir flýja.

Sporin hrćđa. Stórstríđiđ sem hleypti öllu í bál og brand á öđrum áratug síđustu aldar hófst međ ,,skítugu" morđi á ríkiserfingja Austurríkis-Ungverjalands miđsumars 1914. Enginn ráđamađur stórríkjanna ćtlađi ađ efna til fjögurra ára stríđs sem kostađi milljónir mannslífa og bjó í haginn fyrir grimmilega öfgahugmyndafrćđi er stefndi lóđbeint til seinna stríđs. Samt varđ ţađ niđurstađan.

Sé haft í huga um hvađ barist er ţar eystra, öryggishagsmuni Rússlands annars vegar og hins vegar fullveldisrétt Úkraínu, er ţyngra en tárum taki ađ siđmenningin sé ekki lengra komin en svo ađ blóđfórnir á iđnađarskala ţurfi til vegna ágreinings sem má leysa međ samningum.

Orđrćđa um beitingu kjarnavopna í Úkraínu vekur vonandi nćgan hroll međ siđmenntuđum ađ friđarúrrćđi komist á dagskrá. Ellegar má örvćnta um ţetta skrítna fyrirbćri, mannkyn.


mbl.is „Skítug sprengja“ ekki á dagskrá
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 25. október 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband