Friður var ekki í boði, óþarfi að taka sjensinn

Tilraunabólusetningin í samvinnu við Pfizer rann út í sandinn. Að sögn vegna þess að bandaríski lyfjarisinn kippti að sér hendinni. Fleira kom til.

Í innanlandspólitíkinni var það helst að frétta að friður var ekki í boði. Undiraldan var þannig að samningur við Pfizer hefði fengið gagnrýni. Ómögulegt er að segja hve víðtæka. Stjórnarandstaðan sat á girðingunni, tilbúin að leggja gagnrýnisröddum lið ef það þýddi vinsældir.

Þá er staðan á faraldrinum þannig hér á landi að engin ástæða er til að örvænta. Nær engin smit og breið pólitísk samstaða um ríkjandi sóttvarnir, þ.m.t. stífar reglur á Keflavíkurflugvelli. Í farsæld er óþarfi að taka áhættu.

Ríkisstjórnin var varkár í málinu og Pfizer sá um að slíta viðræðum. Snoturt pólitískt handbragð hjá Kötu og stjórninni.    


mbl.is „Vissum vel að brugðið gæti til beggja vona“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrökkva að stökkva? Tilraunin er pólitískt ofurviðkvæm

Tilboð um átaksbólusetningu þjóðarinnar, sem ríkisstjórnin stendur líklega frammi fyrir, er verulega snúin, einkum fyrir Vinstri græna.

Sumir telja ósiðlegt að Íslendingar troði sér framar í röðina eftir bóluefni, sbr. grein Vilhjálms Árnasonar, sem gerð var að umtalsefni í morgunbloggi. Þá eru einhverjir með fullan fyrirvara á tilraunaverkefni í samvinnu við bandarískum lyfjarisa. Kannski er um fjórðungur þjóðarinnar í þessum hópi og þorri þeirra til vinstri í pólitík.

Þá eru þeir sem ekki taka í mál að láta skylda sig til bólusetningar og stórefast um allt bramboltið í nafni veiruvarna. Líklegir kjósendur Sjálfstæðisflokksins þar á ferð.

Loks eru það afleiðingarnar af tilrauninni, sem enginn getur séð fyrir.

Trump tapaði forsetakosningunum vegna Kínaveirunnar. Í haust bera ríkisstjórnarflokkarnir ferilsskrá sína undir kjósendur. Þar mun vega þungt hvernig til tókst með farsóttina.

Samúð okkar á öll að vera með oddvitum ríkisstjórnarinnar sem eru á milli steins og sleggju.


mbl.is Ráðamenn ekki á Pfizer-fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilraun sem getur ekki klikkað, en samt...

Líklega fáum við bóluefni frá Pfizer og líklega verður þjóðin bólusett með snöggu átaki. Við erum nokkuð flink í áhlaupsverkum. Efasemdir, sem komið hafa fram, t.d. hjá Vilhjálmi Árnasyni og fleirum, fá ekki hljómgrunn. Allar þjóðir eru í innbyrðis samkeppni um bóluefni.

Frá lýðheilsusjónarhorni getur tilraunin ekki klikkað. Nema svo ólíklega vildi til að bóluefnið yrði gallað.

En það er fleira sem hangir á spýtunni. Takist tilraunin eru Íslendingar í þeirri stöðu að þurfa ekki að hafa áhyggjur af faraldri sem nær allar þjóðir heims eru í öngum sínum yfir, a.m.k næstu mánuði ef ekki misseri. Hvernig ætlum við að haga okkur í þeirri stöðu?

Íslandi sem vin í farsóttareyðimörkinni stafar hætta af átroðslu. Huggulegheit geta auðveldlega breyst í hörmungar. Þá er betra heima setið en af stað farið.


mbl.is Stjórnvöld funda með Pfizer í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. febrúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband