Friđur var ekki í bođi, óţarfi ađ taka sjensinn

Tilraunabólusetningin í samvinnu viđ Pfizer rann út í sandinn. Ađ sögn vegna ţess ađ bandaríski lyfjarisinn kippti ađ sér hendinni. Fleira kom til.

Í innanlandspólitíkinni var ţađ helst ađ frétta ađ friđur var ekki í bođi. Undiraldan var ţannig ađ samningur viđ Pfizer hefđi fengiđ gagnrýni. Ómögulegt er ađ segja hve víđtćka. Stjórnarandstađan sat á girđingunni, tilbúin ađ leggja gagnrýnisröddum liđ ef ţađ ţýddi vinsćldir.

Ţá er stađan á faraldrinum ţannig hér á landi ađ engin ástćđa er til ađ örvćnta. Nćr engin smit og breiđ pólitísk samstađa um ríkjandi sóttvarnir, ţ.m.t. stífar reglur á Keflavíkurflugvelli. Í farsćld er óţarfi ađ taka áhćttu.

Ríkisstjórnin var varkár í málinu og Pfizer sá um ađ slíta viđrćđum. Snoturt pólitískt handbragđ hjá Kötu og stjórninni.    


mbl.is „Vissum vel ađ brugđiđ gćti til beggja vona“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hrökkva ađ stökkva? Tilraunin er pólitískt ofurviđkvćm

Tilbođ um átaksbólusetningu ţjóđarinnar, sem ríkisstjórnin stendur líklega frammi fyrir, er verulega snúin, einkum fyrir Vinstri grćna.

Sumir telja ósiđlegt ađ Íslendingar trođi sér framar í röđina eftir bóluefni, sbr. grein Vilhjálms Árnasonar, sem gerđ var ađ umtalsefni í morgunbloggi. Ţá eru einhverjir međ fullan fyrirvara á tilraunaverkefni í samvinnu viđ bandarískum lyfjarisa. Kannski er um fjórđungur ţjóđarinnar í ţessum hópi og ţorri ţeirra til vinstri í pólitík.

Ţá eru ţeir sem ekki taka í mál ađ láta skylda sig til bólusetningar og stórefast um allt bramboltiđ í nafni veiruvarna. Líklegir kjósendur Sjálfstćđisflokksins ţar á ferđ.

Loks eru ţađ afleiđingarnar af tilrauninni, sem enginn getur séđ fyrir.

Trump tapađi forsetakosningunum vegna Kínaveirunnar. Í haust bera ríkisstjórnarflokkarnir ferilsskrá sína undir kjósendur. Ţar mun vega ţungt hvernig til tókst međ farsóttina.

Samúđ okkar á öll ađ vera međ oddvitum ríkisstjórnarinnar sem eru á milli steins og sleggju.


mbl.is Ráđamenn ekki á Pfizer-fundi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Tilraun sem getur ekki klikkađ, en samt...

Líklega fáum viđ bóluefni frá Pfizer og líklega verđur ţjóđin bólusett međ snöggu átaki. Viđ erum nokkuđ flink í áhlaupsverkum. Efasemdir, sem komiđ hafa fram, t.d. hjá Vilhjálmi Árnasyni og fleirum, fá ekki hljómgrunn. Allar ţjóđir eru í innbyrđis samkeppni um bóluefni.

Frá lýđheilsusjónarhorni getur tilraunin ekki klikkađ. Nema svo ólíklega vildi til ađ bóluefniđ yrđi gallađ.

En ţađ er fleira sem hangir á spýtunni. Takist tilraunin eru Íslendingar í ţeirri stöđu ađ ţurfa ekki ađ hafa áhyggjur af faraldri sem nćr allar ţjóđir heims eru í öngum sínum yfir, a.m.k nćstu mánuđi ef ekki misseri. Hvernig ćtlum viđ ađ haga okkur í ţeirri stöđu?

Íslandi sem vin í farsóttareyđimörkinni stafar hćtta af átrođslu. Huggulegheit geta auđveldlega breyst í hörmungar. Ţá er betra heima setiđ en af stađ fariđ.


mbl.is Stjórnvöld funda međ Pfizer í dag
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 9. febrúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband