Kratar út, nýliðar og vinstri grænir inn

Samfylkingin stokkar upp hjá sér í höfuðborginni, fargar þingmanni og grasrótarfólki en umfram allt krötum. Inn koma nýliðar og vinstri grænn þingmaður í leit að framhaldsábúð á Austurvelli.

Allt mun þetta vera eftir bók Loga formanns sem vill stýra skútunni til vinstri með það fyrir augum að ná saman fjögurra til fimm flokka vinstristjórn eftir kosningar í haust.

Alþýðuflokkurinn gæti boðið fram á ný í höfuðborginni.

 

 


mbl.is Helga Vala og Kristrún efstar hjá Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einar Kára fékk ekki símtal - Samfylking þakkar fyrir sig

Einar Kárason varaþingmaður Samfylkingar og rithöfundur segir farir sínar ekki sléttar í samskiptum við þá sem ráða á bakvið tjöldin í flokknum. Hann segir í Fréttablaðinu að þremenningarnar sem stóðu vaktina þegar flokkurinn var í lægð eftir ófarir í kosningum 2013 og 2016 fái kaldar kveðjur:

við Ágúst Ólafur og Jóhanna Vigdís tókum að okkur þrjú efstu sætin í Reykjavík suður og vorum á fullu í kosningabaráttu í sex vikur, fengum einn kjörinn og munaði hársbreidd að Jóhanna færi líka inn. Í síðustu könnun vorum við stærsti flokkurinn í kjördæminu og það er skiljanlegt að aðrir renni á slóðina þegar svo er komið. Og nú var okkur öllum þremur hent út af einhverri uppstillinganefnd án þess að vera spurð, það var aldrei einu sinni hringt í mann.

Stórundarlegir hlutir gerast á bakvið tjöldin í flokki jafnaðar og réttlætis. Rósa Björk, sem nýgenginn er til liðs við flokkinn frá Vinstri grænum, er aftur komin á dagskrá í efstu sætin í Reykjavíkurkjördæmum eftir að hafa gefið út að sækjast eftir þingsæti í Kraganum. Fólki sem lengi hefur starfað í flokknum er fórnað fyrir tækifærissinna.

Valgerður Bjarnadóttir fyrrum þingmaður Samfylkingar segir ,,hörmung" hvernig staðið er að málum. 


Bloggfærslur 13. febrúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband