Dauði og lýðsstjórn

Um 700 manns deyja árlega á íslenskum hjúkrunarheimilum, svona að meðaltali. Á liðnu ári, veiruárinu, var látið líta svo út að fólk dæi varla nema vegna Kínaveiru. Nú á bólusetningarári heldur fólk áfram að deyja og þá hlýtur það að vera bóluefninu að kenna.

Eða er það ekki?

Nei, gamalt fólk deyr án veiru eða bóluefna. Það er einfaldlega lífsins gangur.

Í fyrra var búin til veirugrýla til að hræða lýðinn til fylgilags við margvíslegar takmarkanir á daglegu lífi. Núna gengur draugurinn aftur sem bóluefnagrýlan.

Lýðsstjórn er snúið handverk. Hræðsla, vakin upp með skelfingaráróðri, verður ekki auðveldlega kveðin í kútinn.

Farsælast í bráð og lengd er að umgangast almenning ekki eins og hálfvita. Þótt sumir séu það.


mbl.is „Mjög óvarleg tilkynning frá Lyfjastofnun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baráttan við báknið, Viðreisn til hægri

Stofnandi og fjárhagslegur bakhjarl Viðreisnar, auðmaðurinn Helgi Magnússon, skrifar breiðsíðu gegn bákninu í Fréttablaðið, sem er málgagn flokksins. Þar segir m.a.

Stjórnmálaflokkarnir á Alþingi hafa komið sér saman um að nær þrefalda framlög til sín sjálfra. Á fjárlögum 2021 eiga 728 milljónir króna að renna til rekstrar stjórnmálaflokkanna. Auk þess greiðir ríkissjóður laun 28 aðstoðarmanna þingflokkanna. Lengst gengur endaleysan á því sviði hjá þingflokki sem telur tvo þingmenn en hefur þrjá aðstoðarmenn á launum hjá skattgreiðendum!

Gagnrýni Helga á sjálftekt stjórnlyndra úr sjóðum almennings er sígilt stef hægrimanna. Ef lætur að líkum mun Viðreisn taka snarpa hægribeygju á kosningaári og gera óhefta útþenslu ríkisins að meginmáli.

Fái stefnubreytingin hljómgrunn verða aðrir hægriflokkar, Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur, að svara. Og það svar getur ekki orðið annað en að taka undir varnaðarorð um stjórnlausan vöxt opinbera báknsins.


Bloggfærslur 5. janúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband