Pólitískur ómöguleiki bankasölu

Bankar búa til peninga, útskýrir Gylfi Zoega hagfræðingur, og að því leyti ekki eins og önnur fyrirtæki. Freistnivandi eigenda banka að búa til peninga handa sjálfum sér og meðreiðarsveinum var eftir útrás kallaður ,,að ræna banka innanfrá."

Hvaða íslenskir einkafjárfestar eru með siðferðisvottorð að standast freistnivanda er fylgir bankaeign? Jón Ásgeir? Ólafur í Samskip? Björgólfur Thors? 

Um leið og Bjarna fjármálaráðherra er óskað til hamingju með rekstur ríkissjóðs, sjá meðfylgjandi frétt, er hann minntur á hugtak hans sjálfs úr umræðu á alþingi: pólitískur ómöguleiki. 


mbl.is Mikill áhugi fjárfesta á skuldabréfum ríkissjóðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rektor HÍ þjónar pólitík ekki vísindum

Rektor Háskóla Íslands tekur meira mark á sænskum ungling, Grétu Thunberg, en vísindamönnum við Hí þegar hann segir ,,að loft­lags­vá­in er svo stórt vanda­mál að fólk á erfitt með að gera sér um­fang vand­ans í hug­ar­lund." Þökk sé íslenskum vísindamönnum getum við einmitt varið okkur gegn fáfræði rektorsins sem trúir á pólitíkina um manngert veðurfar. 

Áslaug Geirsdóttir prófessor við HÍ er vísindamaður á sviði loftslagssögu jarðarinnar. Ritrýndar vísindagreinar hennar sýna að aldrei hefur verið kaldara á Íslandi en núna. Árný Erla Sveinbjörnsdóttir er einnig vísindamaður við HÍ og fjallar um loftslagsbreytingar. Hún bendir m.a. á að veðuröfgar af náttúrulegum orsökum geta gerst hratt:

Mjög athyglisvert er að breytingin frá síðasta jökulskeiði yfir í tiltölulega milt veðurfar, sem markaði upphaf okkar eigin hlýskeiðs (nútíma) fyrir um 11,7 þúsund árum, gerðist á ótrúlega skömmum tíma, eða einungis 3-50 árum, eftir því hvaða breyta er skoðuð.

Fræði Áslaugar og Árnýjar Erlu kennir Jón Atli rektor HÍ við ,,andskynsemi". Rektorinn er í þjónustu pólitísks rétttrúnaðar en ekki vísinda og fræða. Jón Atli væri maður að meiri ef hann bæðist opinberlega afsökunar á orðum sínum. 


mbl.is Áhyggjuefni hve andskynsemi er útbreidd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. janúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband