Öryggisnet fyrir sjálfbjarga fólk? Stúdenta? Nei

Öryggisnet í skilningi velferðarsamfélagsins er til að grípa þá sem eru ósjálfbjarga. Fatlaðir, atvinnulausir, langveikir og aldraðir eru dæmi um þjóðfélagshópa sem geta orðið ósjálfbjarga.

Heilbrigður háskólanemi er samkvæmt skilgreiningu ekki ósjálfbjarga. Það skýtur skökku við að lesa eftirfarandi texta frá talsmanni háskólanema:

Stúdentar eru þreyttir á því að ár eftir ár er krafist úrbóta í þessum málum — og ár eftir ár hafa sáralitlar breytingar orðið.Það er búið að rífa göt í öryggisnetið þeirra...

Í sama texta er að finna sjónarmið í ætt við andúð á vinnu, sbr. ,,Við búum við þann raunveruleika að 72% íslenskra stúdenta vinna til þess að geta stundað nám en það er hæsta hlutfall stúdenta á norðurlöndunum, sem er skammarlegt."

Nei, kæru háskólanemar, hvorki er vinna ,,skammarleg" né á ,,öryggisnet" að vera fyrir fullfrískt fólk á besta aldri. Þessi vælubíll hefði betur ekki farið í akstur.


Undarleg frétt um útlend börn á Íslandi

RÚV segir í frétt að útlend börn á Íslandi þurfi meiri aðstoð vegna þroskaskerðingar en íslensk. RÚV segir eftirfarandi:

Árið 2019 voru 30% af öllum tilvísunum allra tilvísana sem bárust greiningarstöðinni vegna barna af erlendum uppruna og hefur þeim fjölgað talsvert undanfarin ár.

Útlendingar á Íslandi eru um tíu prósent af landsmönnum. Ef allt væri með felldu ættu útlensk börn með þroskaskerðingu að vera í líku hlutfalli, tíu prósent. En þau eru þrisvar sinnu fleiri.

Samkvæmt heimasíðu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins er hlutverk stofnunarinnar að

tryggja að börn með alvarlegar þroskaskerðingar sem leitt geta til fötlunar síðar á ævinni fái greiningu, ráðgjöf og önnur úrræði sem bæta lífsgæði þeirra.

Það þarf að útskýra hvers vegna börn útlendinga á Íslandi þurfa þrisvar sinnum meira á þjónustunni að halda en íslensk börn.


Bloggfærslur 27. janúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband