Þrjú ráð við verðbólgu og eitt óráð

Hver og einn getur brugðist skynsamlega við verðbólgunni með þrennum hætti. Í fyrsta lagi að hugga sig við að kaupmáttur jókst á síðasta ári um 3,4 prósent. Í öðru lagi að takmarka útgjöldin, kaupa minna. Í þriðja lagi vinna meira, afla meiri tekna.

Sá sem hugsar svona er skynsemisvera, homo economicus.

Fjórða leiðin er óráð. Kenna krónunni um verðbólgu og kjósa Viðreisn eða Samfylkingu. Sá er hugsar þannig er homo idioticus. Óþarfi að þýða.


mbl.is Mesta verðbólga í 7 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hálaunakonur og ólæsir láglaunakarlar

Háskólar búa til sérfræðinga sem verða millistjórnendur og yfirmenn í fyrirtækjum og stofnunum. Konur eru nær 70 prósent háskólanema en karlar aðeins um 30 prósent. Skekkjan byrjar þegar í grunnskóla sem útskrifa læsar stúlkur en ólæsa drengi.

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar ádrepu í Kjarnann um vanræktu drengina sem bráðvantar lestrarkennslu en fá kynjafordóma pakkaða inn í fræðslu.

Ísland stefnir hraðbyri í að verða land menntaðra kvenna en ómenntaðra karla.  

 


mbl.is Konur með 16,4% hærri laun en karlar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. janúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband