Rósa B., skotárás - helgartryllir Samfó

Rósa Björk var kjörinn á þing fyrir Vinstri græna, gekk í Samfylkinguna og vildi sæti á framboðslista flokksins í Reykjavík. Ágústi Ólafi var fórnað fyrir Rósu, héldu menn i morgunsárinu.

Um hádegisbil bárust tvær fréttir úr herbúðum Samfylkingar. Í fyrsta lagi að Rósa B. sækist nú eftir sæti Guðmundar Andra í Kraganum. Í öðru lagi að skotárás hafi verið gerð á bækistöðvar flokksins.

Endurheimtir Ágúst Ólafur sæti sitt? Stendur Guðmundur Andri upp fyrir Rósu B. og þiggur bitling í staðinn? Finnast árásarmennirnir?

Helgartryllir Samfó. Popp og kók í boði ESB.


mbl.is Stefnir á fyrsta sætið í Kraganum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ágúst Ólafur í Viðreisn

Fastlega er búist við að uppgjör Samfylkingar við Ágúst Ólaf þingmanns flokksins í Reykjavík leiði til þess að þingmaðurinn gangi til liðs við Viðreisn.

Hörður Oddfríðarson formaður uppstillingarnefndar Samfylkingar í borginni sagðist vona að Ágúst Ólafur  ,,verði með okkur í kosningabaráttunni líka. Hef ekki trú á öðru.“

Rósa Björk, fyrrum Vinstri græn, kemur í stað Ágústs Ólafs á lista Samfylkingar.

Á vinstri væng stjórnmálanna er ekki spurt um hugmyndir heldur persónulegan metnað.


mbl.is Blái liturinn horfinn úr merki Viðreisnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. janúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband