Vondi kallinn og góða fólkið

Trump er farinn og sviðið er góða fólksins. Aðeins á eftir að hreinsa dreggjarnar, segir Ursula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar ESB, og endurómar þar Hillary Clinton sem kallaði stuðningsmenn Trump fyrirlitlega.

Úrsúla og Hillary lifa í ævintýraheimi þar sem gott og illt er auðþekkjanlegt eins og svart og hvítt. Vondi kallinn farinn, grýla dauð og við blasir björt veröld ný og fögur.

Veruleiki mannheima er blæbrigðin. Sumt virkar, annað síður, fátt er algott og það alvonda trauðla til. Raunsætt er að velja skásta kostinn af þeim sem í boði eru, sá besti er annað tveggja ekki til eða handan mannlegrar getu.

Góða fólkið sem vill skapa ævintýraveröld í kjötheimi endar alltaf í and-ævintýrinu, - martröðinni. 


mbl.is Fagna því að „vinur“ tekur við af Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veiran og pólitískar sóttvarnir

Faraldurinn kenndur við Kína breytir samfélögum. Í framhaldi breytist pólitísk hugsun. Vörn gegn Kínaveirunni er þríþætt. Einangrun, lokanir og bóluefni. 

Trump og stuðningsmenn hans sæta einangrun og lokunum á samfélagsmiðlum. Bandaríski herinn er mótefnið. Tucker Carlson rekur pólitískar sóttvarnir nýrra valdhafa í Washington. 

Kínaveiran sjálf hverfur úr sögunni næstu misseri. Eftir stendur breytt samfélag í pólitískum sóttvarnarham.


mbl.is Rúmlega 400.000 dauðsföll í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. janúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband