Frelsi til og frelsi frá

Alþjóð bíður í ofvæni eftir frelsi frá Kínaveirunni. Á meðan baráttan stendur yfir er frelsi til athafna á fjölmörgum sviðum þjóðlífsins takmarkað.

Í alþjóðlegum samanburði sleppa Íslendingar nokkuð vel frá ófrelsinu sem fylgir sóttvörnum. Engu að síður: aldraðir eru í félagslegri einangrun og skerðing er á frelsi ungmenna að hitta jafnaldra sína í leik og námi.

Fólk lagar sig að veruleika farsóttar. Jákvæðar fréttir, t.d. af færri dauðsföllum á hjúkrunarheimilum, eru bældar vegna þess að árangurinn er dýru verði keyptur. Þeir sem fæstar stundir eiga af jarðvist fá ekki að hitta sína nánustu nema með ströngum skilyrðum.

Hugmyndir okkar um frelsi, ábyrgð og val breytast með Kínaveirunni.

 

 


mbl.is Fleiri komu en kerfið réði við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með Brexit hrynur EES

Úrsögn Breta úr Evrópusambandinu, Brexit, kippir stoðunum undan EES-samningnum sem bindur Ísland og Noreg við regluverk sambandsins. Upphaflega var EES ætlaður fyrir ríki á leið inn í ESB. Þess vegna kom aldrei til greina fyrir Breta að gangast undir samninginn eftir Brexit. Það væri eins og að ganga teinréttur út um aðaldyrnar til að skríða á fjórum fótum inn um bakdyr sambandsins.

Brexit boðar stórpólitísk umskipti á okkar heimssvæði, Norður-Atlantshafi. Bretar munu gera sér far um að styrkja stöðu sína.  Eina útibú ESB í þessum heimshluta er Írland sem mun leggja allt kapp á að halda Bretum góðum.

Bretland er Íslendingum mikilvægara í sögulegu og menningarlegu tilliti en Þýskaland og Frakkland, fyrir utan að vera okkar helsta viðskiptaland í Evrópu.

Allt ber að sama brunni. Forgangur utanríkismála okkar næstu ár er þríþættur. Í fyrsta lagi samskiptin við Bandaríkin, í öðru lagi við Bretland og í þriðja lagi að koma okkur undan EES-samningnum.


mbl.is Bretar formlega gengnir úr ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. janúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband