Mannréttindi í siðuðu samfélagi

Við höfum endurskilgreint mannréttindi í kófinu. Nýja skilgreiningin er hvergi skráð sem slík. Hún er afleidd verkregla sóttvarna. 

Ný skilgreining á mannréttindum felur í sér að samfélagið telur rétt og skylt að taka þá einstaklinga úr umferð sem eru smitaðir Kínaveirunni og stunda ekki sóttkví. Í viðtengdri frétt segir af einstaklingi sem ekki virti sóttkví og var fluttur af lögreglu í farsóttarhús.

Við vitum af reynslu síðustu missera að einn einstaklingur getur í krafti smits og mannréttinda sýkt nógu marga til að loka þurfi samfélaginu. Verklagsreglur sóttvarna taka fyrir þennan möguleika á iðkun mannréttinda.

Í lok september í fyrra spurði Víðir yfirlögregluþjónn: 

Vilj­um við búa í sam­fé­lagi með mjög miklu lög­reglu­eft­ir­liti eða vilj­um við búa í sam­fé­lagi þar sem við treyst­um borg­ur­un­um?

Svarið er já, við viljum búa í siðuðu samfélagi þar sem lögreglan hefur eftirlit með og skiptir sér af fólki sem sýnir af sér hegðun er setur samfélagið í uppnám. Við sættumst á skert mannréttindi í þágu heildarhagsmuna.

Veruleikinn hefur þann merkilega eiginleika að þegar hann breytist þá breytast hugmyndir okkar. Jafnvel hugmyndir sem við teljum býsna rótfastar, s.s. um mannréttindi.


mbl.is Fluttur í farsóttarhúsið af lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. janúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband