Jón Ásgeir á stjá, banki til sölu

Skeljungur flyst kannski úr landi, en kannski verður fyrirtækið netverslun. Kannski verður fyrirtækið fjárfestingafélag en kannski selji það fjárfestingar í Færeyjum og einbeiti sér að kjarnasamstarfi á Íslandi.

Mótsagnirnar hér að ofan eru augljósar öllum sem kunna að lesa. En áður en eitthvert ,,kannski" raungerist þarf Jón Ásgeir Jóhannesson að eignast allan Skeljung. 

Hraðar hendur vinna betur en margar hendur. Vasaþjófar birtast ekki í hópum heldur sérhver einn og stakur. Bandalagið, sem þeir hafa með sér, er allt á bakvið tjöldin. Fundirnir ýmist í Öskjuhlíð eða á snekkju í Karabíska hafinu.

Jón Ásgeir var í útrás I kenndur við Baug. Í útrás II er viðskeytið Skeljungur. Sniðmátið er það sama, fyrst Bretland síðan heimurinn og loks hrun á Íslandi.

Menn eins og Jón Ásgeir gefa kapítalisma vont orðspor. ,,Umbreytingin" sem hann talar um er að taka eigur, blása þær upp í verði, en stökkva frá borði áður en blaðran springur. Koma svo heim aftur, fá eigur á útsöluverði og byrja á ný.

Og nú er gamli bankinn hans Jóns Ásgeirs til sölu, Íslandsbanki. Við, almenningur á Íslandi, eigum bankann núna. Í sumar verður bankinn seldur.

Jón Ásgeir eða einhver af sama sauðahúsi kaupir bankann og byrjar að tala um ,,umbreytingu" og tækifæri erlendis. Allir læsir sjá skriftina á veggnum. Bitamunur en ekki fjár er á útrás I og útrás II. 

Erum við ófær að læra af reynslunni Bjarni, Katrín og Sigurður?


mbl.is Mikil tækifæri í rekstri í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kolbeinn: RÚV er Þjóðviljinn

Þingmaður Vinstri grænna, Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, er bersögull um RÚV. Fjölmiðillinn tryggi að ekki séu óþarflegar margar staðreyndir að þvælast fyrir okkur. Orðrétt:

[Kolbeinn] seg­ir að at­b­urðir heims­ins und­an­far­in miss­eri und­ir­striki mik­il­vægi þess að hafa sam­eig­in­leg­an skiln­ing á staðreynd­um mála. Í því skyni gegni sterk­ur rík­is­miðlill lyk­il­hlut­verki.

RÚV þjónar sama hlutverki og Þjóðviljinn forðum. Munurinn er þó sá að Þjóðviljinn var safnaðarbréf fárra en RÚV er ríkisfjölmiðill. Staðreyndirnar sem Efstaleiti velur fyrir þjóðina eru valkvæðar. Einn ríkisfjölmiðill, einn sannleikur er ekki boðleg pólitík. 


mbl.is Hagur neytenda og auglýsenda sé tryggður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. janúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband