Og kjörhiti jarðarinnar er hver?

Enginn veit hver kjörhiti jarðarinnar er. Svolítið skrítið, ekki satt? Ógrynni fjármuna er eytt í að draga úr hlýnun jarðar um 2 gráður á Celcíus næstu áratugi en samt veit enginn hvaða hitastig ætti að vera á jarðkringlunni okkar. Þetta er sagt og skrifað bókstaflega: enginn veit kjörhita jarðarinnar. 

Jörðin hefur hlýnað um 0,07 gráður á áratug frá 1880, segir NOAA sem er bandarísk alríkisstofnun. Árið 1880 er notað sem viðmiðunarár þar sem áhrif mannsins á hitastig jarðar eru útilokuð fyrir þann tíma. Samantekt á öðrum mælingum sýnir svipaða niðurstöðu.

Allan þann tíma sem maðurinn hefur brennt jarðefnaeldsneyti í því mæli að geta mögulega haft áhrif á hitastig jarðar hefur hitinn ekki hækkað nema um eina gráðu á Celcíus (14 áratugir sinnum 0,07 gráður = 0,98)

Tímabilið 1300-1900 er kallað litla ísöld. Þá var kaldara á jörðinni en á tímabilinu þar á undan, sem kallað er miðaldahlýskeiðið, 900-1300. Af þessu leiðir að hitastig jarðar hlaut að hækka eftir lok litlu ísaldar burtséð frá athöfnum mannsins. Almenn og viðurkennd staðreynd er að veðurfar breytist frá einum tíma til annars.

Meðalhita á jörðinni er erfitt að mæla, segja sérfróðir, en hann liggur nálægt 15 gráðum. Hækkun á meðalhita um eina gráðu á 140 árum er eðlileg og ekkert til að hafa áhyggjur af.

Hávaðinn og lætin út af meintum áhrifum mannsins á veðurfarsbreytingar eru í engu samræmi við staðreyndir málsins. Þegar við bætist að enginn veit kjörhita jarðarinnar verður málið allt stórundarlegt. Maður þarf beinlínis að skilja vit og dómgreind eftir heima ætli maður að stökkva á vagn hamfarasinna. 

 


mbl.is 2020 jafnar hitamet 2016
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. janúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband