ASÍ-mafían vill banna félagafrelsi

Stjórnarskrárvarinn réttur er að stofna félög, þ.m.t. verkalýðsfélög. Alþýðusamband Íslands, og mafían við stjórnvölinn þar á bæ, vill banna rétt fólks til að stofna félög.

Í kokkabókum mafíunnar heitir það að enginn megi stofna verkalýðsfélög nema greiða iðngjald til ASÍ.

ASÍ-mafían hagar sér eins og ríki í ríkinu. Tímabært að breyta því.


mbl.is Reynt að „reka fleyg í samstöðu félagsmanna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helga Vala: vá, hvað ég er biluð

Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar: ,,Vá hvað maður er orðinn eitthvað bilaður" þegar kynferðislegt ofbeldi og þingheimur er annars vegar.

En, nei, Helga Vala er ekki að tala samflokksmann sinn og þingmann sem siðanefnd Samfylkingar dæmdi að hefði farið langt út fyrir siðsamleg mörk í samskiptum við blaðakonu.

Helga Vala er biluð en ekki á þann veg sem hún heldur.


Vinstri græn steinöld

Til að útblástur koltvísýrings, CO2, af mannavöldum hefði áhrif á magn náttúrulegs koltvísýrings í andrúmsloftinu yrði yfirstandandi heimskreppa að vera fjórfalt verri en hún er í raun.

Loftslagsvísindamaðurinn Roy Spencer reiknar út þennan nauðsynlega samdrátt í efnahagsstarfsemi mannsins á jörðinni til að maðurinn hafi áhrif á náttúrulegar sveiflur CO2 í andrúmsloftinu.

Trúarsetning Vinstri grænna og ,,loftslagsleiðtoga" á borð við Grétu Thunberg er að manngerður koltvísýringur hækki hitastig jarðarinnar. Engin vísindi sanna þetta samhengi, aðeins trú.

Við þurfum sem sagt vinstri græna steinöld til að minnka CO2 svo að nokkru nemi.

Munu Vinstri grænir leggja til að atvinnuleysi fari upp í 60 prósent, Icelandair í gjaldþrot og landinu verði lokað til að Ísland leggi sitt af mörkum til trúarkenningarinnar?

Eða er trúin á manngert veður aðeins dygðaskraut góða fólksins?


mbl.is Útblástur CO2 aldrei minnkað meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. maí 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband