Samfylkingin styður ekki Nató-aðild lengur

Enginn þingmanna Samfylkingar tók þátt í umræðu á alþingi í dag um uppbyggingu aðstöðu Nató hér á landi.

Alþýðuflokkurinn, forveri Samfylkingar, var að jafnaði hlynntur aðild Íslands að Nató.

Þögn þingmanna Samfylkingar er býsna hávær.


mbl.is Ályktunarhæfnin „fremur á borði hinna skapandi greina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónan og vonlausa kratahagfræðin

Hagspekingar Samfó og Viðreisnar láta ekki á sér kræla nú um stundir. Krónan með stýrivexti upp á 1,75%.

Kratahagfræðin fullyrti ár og síð að aldrei kæmi til þess að krónan gæti borð lága stýrivexti.

En með skynsamlegri hagstjórn þjónar krónan meginhlutverki allra gjaldmiðla, að halda verðlagi stöðugu.

Skynsöm hagstjórn er kratahagfræðinni framandi.


mbl.is Spáir verðbólgu og verulegri lækkun stýrivaxta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúarmenning múslíma og nútíminn

Vestræn mannréttindi eru ósamrýmanleg karlaveldi múslíma. Í trúarmenningu múslíma er konan á forræði karlmanns: föður, bróður og eiginmanns.

Múslíminn og fræðimaðurinn Hamed Abdel-Samad segir vanda múslíma þann að vestræn upplýsing á nýöld fór framhjá þeim og því kemur samskiptatæki nútímans af tvöföldu afli inn í trúarmenningu þeirra.

,,Heiðursmorð" er birtingarmynd múslímsks karlaveldis. Þeir sem  annars þykjast uppteknir af mannréttindum á vesturlöndum, frjálslyndir vinstrimenn og femínistar, sjá í gegnum fingur sér við múslímska karlaveldið. Það er aftur vestrænn menningarsjúkdómur.


mbl.is Drepnar eftir birtingu á samfélagsmiðlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. maí 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband