Icelandair ekki of stórt til að falla

Aðalhlutverk Icelandair er sögulega ekki að moka ferðamönnum til Íslands, heldur tryggja flugsamgöngur til og frá landinu. En flugsamgöngur eru ekki háðar sömu lögmálum og fyrr þegar ríkisflugfélög á borð við British Airways, Air France, Lufthansa og SAS réðu háloftunum í samkeppni við bandaríska risa: Pan Am, AA og fleiri félög er voru rekin á markaðsforsendum.

Flugsamgöngur eru nú að heita eingöngu í höndum einkafyrirtækja. Markaðurinn ræður ferðinni, félög rísa og hníga eins og froða i eldhúsvaski.

Flugsamgöngur verða við Ísland þótt Icelandair fari í gjaldþrot og áfram koma ferðamenn til landsins.

Alveg eins og bankar mega aldrei aftur verða of stórir til að falla er beinlínis óæskilegt að nokkurt flugfélag komist í þá stöðu.

Þegar ferðamálastjóri ýjar að þeirri hugsun, að Icelandair sé of stórt til að falla, gerir hann engum greiða nema þeim sem vilja flugfélagið feigt. Því hvenær ef ekki núna ætti flugrisaeðla að taka sitt síðasta flug? Himinhvolfið er hvort eð er svo gott sem tómt af flugvélum.


mbl.is Óvíst hvort einhver myndi fylla í skarð Icelandair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðmenn, fjölmiðlar, RÚV og ríkisfé

Auðmennirnir Björgólfur Thors Björgólfsson, Róbert Wessman og Helgi Magnússon fjárfesta í fjölmiðlum til að hafa áhrif á skoðanamyndun.

Það er sjálfsagaður réttur, bæði ríkra og fátækra, að setja pening í þann rekstur sem hugurinn stendur til. Almannavaldið ætti að tryggja gagnsæi í eignarhaldi fjölmiðla þannig að lesendur og áheyrendur viti hver fjármagnar skoðanamyndunina.

Aftur er ekki hlutverk ríkisins að niðurgreiða fjölmiðla. Stærsta meinsemdin í ríkisaðstoð við fjölmiðla er RÚV. Á Efstaleiti situr fólk sem beitir fjölmiðlavaldi í þágu sértækra sjónarmiða s.s. að Ísland eigi að verða ESB-ríki og Eflingar-sósíalismi sé framtíðarlandið.


mbl.is Novator helsti bakhjarl DV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. maí 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband