Bíða íslenskunnar sömu örlög og kirkjunnar?

Forsætisráðherra leggur fram stjórnarskrártillögu ,, að ís­lenska sé rík­is­mál í land­inu og að ríkið skuli styðja ís­lensku og vernda — sama orðalag og þegar er notað um þjóðkirkj­una."

Þjóðkirkjan er hornkerling í samfélaginu, höfð að háði og spotti.

Viljum við að tungumálið okkar fari sömu leið?

Nei, líklega ekki. Því skulum við ekkert föndra við stjórnarskrána. Hún virkar prýðilega eins og hún er. Punktur.


mbl.is Ríkismálið íslenska í stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjaldþrotavirði Icelandair

Icelandair er nokkurs virði sem íslenskt flugfélag í alþjóðlegum rekstri. Það var ekki umdeilt að ríkið hlypi undir bagga þegar farsóttin hófst og legði félaginu til smávegis aðstoð.

En ríkið tæki aldrei yfir flugfélagið af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi er alþjóðlega viðurkennt að ríkisflugfélög eru botnlaus hít tapreksturs. Í öðru lagi er vitað fyrirfram að nýtt íslenskt félag yrði reist á rústum Icelandair.

Gjaldþrot Icelandair er nokkurs virði, þó síst hluthöfum og starfsfólki.


mbl.is Frídögum fækki og laun fryst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. maí 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband