Verkó-skattmann bandalagið

Launþegar greiða í tekjuskatt um 35 prósent af launum sínum. Í óbeina skatta sennilega um 20 prósent. Á verkalýðsdegi skyldi ætla að einhver talsmaður launþega skyldi stynja upp eins og einu orði um að skattar væru kannski komnir í efri mörk eða, guð hjálpi okkur, orðnir of miklir.

En, nei, ekki eitt orð um að létta þyngstu byrðinni af launafólki sem tekur til sín meira helming launanna.

Bandalag verkalýðsforystunnar og ríkisrekstursins er skiljanlegur. Forysta launamanna lifir á framlögum vinnandi fólks, líkt og ríkið.


mbl.is „Metum störf kvenna að verðleikum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað gerir VR fyrir launafólk?

Opnar VR digra sjóði sína fyrir sveltandi og umkomulausum á degi verkalýðs? Ræðst VR í að stofna fyrirtæki til að veita atvinnulausum starf? Lækkar VR félagsgjöld sem launþegar eru neyddir til að greiða?

Nei og aftur nei. VR gerir ekkert slíkt fyrir launafólk.

Aftur vill VR að launafólk geri byltingu.

Fyrir VR.


mbl.is Hótar annarri búsáhaldabyltingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannúðleg fátækt er ríkidæmi

Farsóttin gerir nær alla fátækari til að fleiri haldi lífi um sinn. Iðjuleysið í samkomubanni notar fólk til útiveru, ferðalaga innanhúss og íhugunar í einveru.

Tíminn fær aðra merkingu. Ekki lengur mældur í útseldum vinnustundum heldur skapandi bið eftir því sem verða vill.

Ekkert verður eins og það var, að minnsta kosti næstu mánuðina. Sú vitneskja veitir frelsi frá hversdagsleikanum. Einbeittur vilji andspænis óvissu er eins og að vera sérfræðingur í því sem ekki er vitað.

Mannfélagið mun samt sem áður finna sinn takt, gerir það alltaf. Þá munu margir horfa með eftirsjá til ríkidæmis mannúðlegrar fátæktar á tímum farsóttar.


mbl.is Hvorki gerlegt né æskilegt að leita í sama farið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. maí 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband