Viðreisn og Samfylking: kljúfum Sjálfstæðisflokkinn

Þingmenn Viðreisnar og Samfylkingar sjá tækifæri að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn með því að leggjast á sveif með forystu Sjálfstæðisflokksins og samþykkja 3. orkupakkann.

Almennir sjálfstæðismenn eru í miklum meirihluta á móti 3. orkupakkanum. Nú þegar er umræða um stofnun nýrrar stjórnmálahreyfingar til höfuðs orkupakkanum. Fyrir hafa þekktir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins lýst yfir tiltrú á Miðflokknum, sem einn flokka stendur gegn samþykkt orkupakkans á alþingi.

Forysta Sjálfstæðisflokksins er komin í fangið á yfirlýstum ESB-sinnum sem eru meira en tilbúnir að kljúfa móðurflokk íslenskra stjórnmála. Forysta og þingflokkur sjálfstæðismanna eru strandaglópar á þingi og er hafnað af flokksmönnum. Þetta er afleiðingin af hrikalegu klúðri sem rekja til sambandsleysis við kjósendur.  


mbl.is Kallaði Steingrím harðstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vald og umboð þingmanna

Þingmenn og flokkar þeirra sækja umboð til kjósenda að fara með opinbert vald. Stjórnmálaflokkar sem ætla að keyra í gegnum þingið mál sem þeir hafa ekki umboð fyrir frá kjósendum eru komnir út í ófæru.

Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hafa ekki umboð frá sínum flokksstofnunum, hvað þá kjósendum, að knýja í gegn 3. orkupakkann.

Umræðan hefur leitt í ljós að 3. orkupakkinn er stórmál, ekki tæknilegt útfærsluatriði. Þingmenn geta ekki farið með slík mál í gegnum þingið án umboðs frá kjósendum. Það yrði misnotkun á opinberu valdi.

3. orkupakkanum ætti að fresta fram yfir næstu þingkosningar. 


mbl.is Stólar á að þingmenn finni til ábyrgðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. júní 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband