Blogggáttin lokar - hver tekur við keflinu?

blogg.gattin.is tilkynnti í gær án fyrirvara að hún lokaði. Blogggáttin var safnþró fyrir bloggsíður. Lesendur gátu á einni síðu fengið yfirlit yfir bloggskrif og fylgst þannig með umræðunni.

Það er skarð fyrir skildi þegar blogggáttin lokar.

Vonandi tekur einhver við keflinu og safnar á eina síðu reglulegum bloggskrifum og veiti yfirlit yfir dægurumræðuna.


Miðflokkurinn tekur af Framsókn og XD - 3OP er skýringin

Fylgið fer frá Framsókn og Sjálfstæðisflokki yfir til Miðflokksins. Aðeins ein skýring kemur til greina. Kjósendur umbuna Miðflokknum andstöðuna við 3. orkupakkann.

Fá mál hreyfa jafn mikið við kjósendum og fullveldismál. Ef 3. orkupakkinn verður samþykktur á alþingi flyst forræði virkjana og raforkumála til ESB. Aðeins Miðflokkurinn stendur gegn þeim áformum.

Eina von Sjálfstæðisflokks og Framsóknar að sleppa við fylgishrun er að 3. orkupakkinn verði ekki samþykktur. Ef orkupakkinn fer í gegn á alþingi hefst umræða um stórauknar virkjunarframkvæmdir og lagningu sæstrengs. Almenningur mun átta sig á að meintir fyrirvarar halda ekki og refsa stjórnarflokkunum fyrir framsal náttúruauðlinda Íslands.


mbl.is Miðflokkurinn tekur flugið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. júní 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband