Kolbeinn: orkupakki já, Nató nei

Kolbeinn Ó.P. vinstri grænn tekur að sér að auglýsa stefnuleysi flokksins í utanríkismálum. Kolbeinn og félagar vilja samþykkja orkupakka þrjú frá ESB sem færir Ísland nær því að vera hjálenda sambandsins. Samtímis vill Kolbeinn Ísland úr Nató. WTF???

Áttum okkur á samhengi hlutanna. ESB er efnahagslegt stórveldi en hernaðarlegur dvergur og verður eiginlega duglaus eymingi á því sviði þegar Bretar, öflugasta herveldi ESB, fullframkvæmir Brexit.

Nató er hernaðararmur Bandaríkjanna í Evrópu. Ísland er í Nató til að halda valdajafnvægi á Norður-Atlantshafi og leyfa ekki utanaðkomandi, t.d. Rússlandi eða Kína, að ógna forræði Bandaríkjanna á hafssvæðinu. Bretar eru í Nató á líkum forsendum, Norðmenn sömuleiðis.

En snillingarnir í vaffgé, Kolli og kó, vilja gera Ísland að hjálendu veiklulegrar tilraunar meginlandsþjóða Evrópu til sambandsríkis en jafnframt segja okkur úr hernaðarbandalaginu sem heldur öryggismálum Norður-Atlantshafs í jafnvægi.

Ef til væri keppni í heimsku í utanríkismálum tæki vaffgé-liðið gull, silfur og brons.


mbl.is Nató-aðild Íslands „fíllinn í stofunni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri grænir eru núll í utanríkismálum

Forveri Vinstri grænna, Alþýðubandalagið, var með utanríkismálin á hreinu. Fullvalda Ísland, úr Nató og herinn burt. Vinstri græn Steingríms og Katrínar sturtuðu fullveldinu niður í skolpið 16. júlí 2009 þegar þau samþykktu ESB-umsókn Samfylkingar.

Andstaðan við Nató og herinn hvarf eins og dögg fyrir sólu þegar Vinstri græn gengu í eina sæng með Sjálfstæðisflokknum.

Fullveldismál og andstaða við hernaðarbrölt skilgreindu róttæka vinstrimenn á Íslandi í áratugi. Án utanríkismála hefði Alþýðubandalagið ekki orðið til.

Hvað er eftir hjá Vinstri grænum þegar utanríkismálin eru núllið eitt? Jú, gervivísindi um manngerða hnattræna hlýnun annars vegar og hins vegar sykurskattur Svandísar.

Nennir einhver að púkka upp á ósykruð hjávísindi? Tæplega eru þeir margir.


mbl.is „Hér verður ekki herseta á nýjan leik“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. júní 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband