Áfall fyrir ríkisstjórnina; ný 3OP könnun

Afgerandi meirihluti kjósenda ríkisstjórnarflokkanna hafnar 3. orkupakkanum og vill fá undanţágu frá orkustefnu ESB, samkvćmt nýrri könnun.

Maskína framkvćmdi könnunina og verđur hún birt á morgun. Um helmingur sjálfstćđismanna vilja undanţágu frá orkulöggjöf ESB, 30 prósent eru óvissir en ađeins 20 prósent eru andvígir undanţágu. Tćp 70 prósent, já 70 prósent, kjósenda Framsóknarflokksins vilja ađ Ísland standi utan orkustefnu ESB. Fjórir af hverjum tíu kjósendum Vinstri grćnna eru sama sinnis, 35 prósent eru óviss en fjórđungur vill ekki undanţágu.

Könnunin stađfestir ađ allur ţorri kjósenda ríkisstjórnarflokkanna er á móti 3. orkupakkanum og ađild Íslands ađ orkustefnu ESB.


Helga Vala pantar falsfrétt um WOW

WOW fór í gjaldţrot vegna ţess ađ tekjur félagsins stóđu ekki undir rekstri og skuldum. Hvert mannsbarn sem les fréttir veit ţetta. Flestir eldri en tvćvetra vita einnig ađ ţađ er hvorki hlutverk ríkisins ađ stofna flugfélög né keyra ţau í gjaldţrot.

Helga Vala ţingmađur Samfylkingar pantar falsfrétt ţegar hún biđur um ,,skýra mynd af ţví hvađ ţeir lög­bundnu eft­ir­litsađilar vissu og voru ađ gera í ađdrag­anda falls WOW air og hvort öll­um regl­um hafi veriđ fylgt."

Í WOW-gjaldţrotinu var ţeirri meginreglu fylgt ađ einkafyrirtćki fór á hausinn ţegar ţađ átti ekki fyrir rekstri og skuldum. Allt annađ er aukaatriđi í málinu.

,,Skýr mynd" af falli WOW fćst ekki međ opinberri skýrslu. Slík skýrsla yrđi annađ tveggja hvítţvottur eđa ákćruskjal. Helga Vala hefur engan áhuga á sannleikanum um ris og fall WOW; hún er ađeins ađ fiska í gruggugu vatni í von um pólitískan ávinning.  


mbl.is Vilja úttekt á ađkomu ađ WOW
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

ESB býr til kjarnorkurafmagn á Íslandi

Á Íslandi er framleitt rafmagn úr kjarnorku og olíu, samkvćmt opinberum gögnum. Hvernig getur ţađ veriđ? Jú, vegna ţess ađ Ísland er hluti af orkusambandi ESB, sem býr til verslun međ mengunarkvóta. RÚV-frétt međ vísun í forstjóra Fjarđaráls útskýrir samhengiđ:

Íslensk raforkufyrirtćki hafa selt úr landi svokallađar upprunaábyrgđir raforku, sem kalla má grćnan stimpil. Áriđ 2017 átti ţetta viđ um alla raforku til stóriđju og ađ hluta til annarra. Orkan sem notuđ er hér er ţví ekki skráđ endurnýjanleg eđa umhverfisvćn á pappírum, heldur líkt og hún sé framleidd međ jarđefnaeldsneyti eđa kjarnorku. 

Íslensk orkufyrirtćki grćđa sem sagt á ţví ađ gera Ísland ađ orkusóđa. Og orkufyrirtćkin vilja innlima Ísland í orkusamband ESB međ 3. orkupakkanum.

Viđ erum á síđasta sjens. Ef höfnum ekki 3. orkupakka ESB rćđur heilbrigđ skynsemi ekki lengur ferđinni í orkumálum okkar heldur tilbúinn heimur ţar sem opinber gögn segja íslenskt rafmagn búiđ til úr kjarnorku og olíu.


Bloggfćrslur 18. júní 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband