Eftirspurn er eftir falsfréttum

Að því marki sem falsfréttir eru ekki uppspuni frá rótum, sbr. Elvis lifir, heldur túlkun á atburðum líðandi stundar er eftirspurn eftir falsfréttum.

Fólk vill reglulega fá staðfestingu á eigin fordómum: Trump er vondur, veðurfar er manngert, konur eru fórnarlömb og svo framvegis.

Fréttir, ólíkt veðurfari, eru manngerðar. Þær eru skráðar með ákveðnu hugarfari og settar í samhengi. Vinstripólitískar fréttir fær maður á RÚV og Kjarnanum en hægripólitískar Evrópusinnaðar í Fréttablaðinu. Morgunblaðið hýsir blaðamenn sem bæði eru til hægri og vinstri; þess vegna skoðar maður alltaf hvaða blaðamaður skrifar tiltekna frétt þar á bæ.

Vitanlega eru til miðlar sem freista þess að gæta hlutlægni og sanngirni í öflun frétta og framsetningu þeirra. En þeir eru færri núna eftir að samkeppnin við samfélagsmiðla hófst.

Réttu viðbrögðin við falsfréttum eru ekki að reyna að kveða þær í kútinn, það er ekki hægt, heldur gera almenning meðvitaðan um hvernig fréttir verða til. Það er vel hægt.

 


mbl.is 86% láta blekkast af falsfréttum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimurinn breyttist, en ekki Nató

Berlínarmúrinn féll 1989 og Sovétríkin tveim árum síðar; kommúnisminn dó. En Nató, stofnað um miðja síðustu öld til höfuðs útþenslu Sovétríkjanna, lifði áfram og þurfti ný verkefni.

Hernaðarbandalag eins og Nató þrífst ekki nema í viðsjárverðum heimi. Þegar friðvænlegra verður í heiminum gerir Nató sitt til að blása í glæður ófriðar. Tilvera Nató hvílir á ógn og ef ógnarástand er ekki fyrir hendi verður að búa það til.

Eftir fall Sovétríkjanna varð Nató verkfæri í útþenslupólitík Evrópusambandsins annars vegar og hins vegar Bandaríkjanna. ESB lagði undir sig Austur-Evrópu og hætti ekki fyrr en öryggishagsmunum Rússlands var ógnað nógu mikið til að stríð braust út í Úkraínu, sem enn er óleyst. Þar fékk Nató aukið vægi og hlutverk.

Bandaríkin notuðu friðinn eftir fall kommúnismans í verkefnið ,,breytum miðausturlöndum í vestrænar hjálendur." Innrásin í Írak 2003 var upphafið, síðar kom Sýrlands-stríðið og Líbýu-upplausnin. Auðvitað allt í nafni lýðræðis. Allt mistókst þetta en Nató var viljugt verkfæri.

Ísland á ekki annan kost en að vera í Nató. Þegar bandalagið var stofnað var ekki um annað að velja en taka þátt. Bein afleiðing af seinna stríði var að tvö hugmyndakerfi börðust um heimsyfirráð. Annað má kenna við vestrænt lýðræði en hitt var kommúnismi.

Eftir fall kommúnismans átti vitanlega að fylgja stefnu afvopnunar og bera virðingu fyrir gagnkvæmum öryggishagsmunum þjóðríkja. En það var ekki gert. Sigurvegarar kalda stríðsins, Bandaríkin og Vestur-Evrópa, ESB, kusu útþenslu og átök í stað samlyndis og friðar.

Áfram þarf Ísland að vera hluti af Nató. Engir aðrir raunhæfir kostir eru í boði. En það er engin ástæða til að líta svo á að Nató sé friðelskandi fyrirbæri. Raunsæi og heimska er sitthvað. 


mbl.is NATO breytist með heiminum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. júní 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband