Tyrkjarán án Tyrkja; belgískur burstamađur á íslenska ábyrgđ

Tyrkjarániđ 1627 var án Tyrkja, ţađ frömdu Norđur-Afrískir Berbar ásamt evrópskum umskiptingum. Mađurinn sem móđgađi tyrkneska fótboltalandsliđiđ međ uppţvottabursta reyndist Belgi en ekki Frónbúi.

Burstamáliđ verđur engu ađ síđur íslensk ábyrgđ.

Sumt stendur eins og stafur á bók ţótt varla sé fyrir ţví flugufótur.


mbl.is Mađurinn međ burstann fundinn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hruniđ, fullveldiđ og sagan

Frá hruninu 2008 hafa sex ríkisstjórnir setiđ stjórnarráđiđ. Fimm stjórnmálaflokkar náđu manni inn á alţingi 2007. Tíu árum síđar buđu 11 flokkar fram lista í ţingkosningum og átta náđu fulltrúum inn á ţing.

Samhliđa fjölgun stjórnmálaflokka verđur örari endurnýjun ţingliđs og yngra fólk fćr ábyrgđastöđur. Ţingiđ eftir kosningarnar áriđ 2016 var ţađ yngsta í sögu lýđveldisins.

Pólitískur óstöđugleiki einkennir Ísland síđasta áratug. Ef allt hefđi veriđ međ felldu hefđu kosningar fariđ fram 2011, 2015 og aftur í sumar. En viđ kusum til ţings árin 2009, 2013, 2015 og 2017.

Eftir hamfarir af mannavöldum, s.s. stríđ, efnahagshrun og samfélagsátök, er algengt ađ stjórnkerfi ţjóđríkja taki stakkaskiptum. Hruniđ 2008 var ekki séríslenskt og pólitískur óstöđugleiki ekki bundinn viđ Ísland. Sigur Trump og enn frekar Brexit eru afleiđingar af fjármálakreppunni 2008.

Hruniđ bjó til fyrstu hreinu vinstristjórn lýđveldissögunnar, Jóhönnustjórnina 2009-2013. Fullveldismál, ţ.e. ESB-umsóknin, felldi ţá stjórn međ brauki og bramli.

Sitjandi ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur braut í blađ í lýđsveldissögunni međ ţví ađ tveir flokkar sem ekki höfđu starfađ saman frá 1946 fóru í eina sćng, Sjálfstćđisflokkur annars vegar og hins vegar Vinstri grćnir/Alţýđubandalag/Sósíalistaflokkur.

Vonir stóđu til ađ stöđugleiki yrđi meiri međ ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Ţćr hafa ekki gengiđ eftir nema ađ hluta. Ţriđji orkupakkinn sýnir ótvírćtt ađ fullveldismál, sem klufu nýsköpunarstjórnina 1946, eru enn eldfimasta deilumál íslenskra stjórnmála.

Međ mörgum flokkum og óreyndu ungu fólki erum viđ ekkert sérstaklega vel undir ţađ búin ađ leysa verkefniđ sem stofnađ var til á Ţingvöllum 17. júní 1944.


Bloggfćrslur 10. júní 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband