Óbreytt ástand er góðæri, Þorsteinn

Í landinu er góðæri með hagvexti, fullri atvinnu og björtum framtíðarhorfum. Viðreisn mómælir kröftuglega góðærinu, hafnar góðærinu.

Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar krefst þess að snúið verði baki við góðærinu og gerðar verði samfélagstilraunir að hætti vinstriflokka til að koma því fyrir kattarnef.

Hreinskilinn maður hann Þorsteinn og jákvætt af honum að koma til dyranna eins og hann er klæddur.


mbl.is Íhaldsstjórn um óbreytt ástand
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta reddast; lífsspeki Íslendinga á BBC

Viðkvæðið ,,þetta reddast" er heimspeki Íslendinga, samkvæmt BBC. Lífsviðhorfið, sem orðin endurspegla, var mótað í aldanna rás þegar Íslendingurinn glímdi við náttúröflin. Oft stóð tæpt en þjóðin slapp með skrekkinn í tvísýnni lífsbaráttu.

Löngun Íslendinga að búa að sinu en ekki vera undir aðra komnir er útskýrð þannig að forfeður okkar fluttu frá norsku einveldi Haralds hárfagra. Menn vissu ekki alveg hver væri rétta stefnan, vildu bara burt, og ,,þetta reddast" sá um afganginn.

Eftir þúsund ár erum við enn litlu nær hvert við stefnum. Lífsbaráttan er orðin svo lauflétt að við þurfum ekki að vita það. Þetta reddast.

 

 


Persónunjósnir í grunnskóla

Grunnskólabarn sem flokkað er niður eftir nær 100 matskvörðum er orðið að talnagildi fremur en einstaklingi. Í stað þess að leggja mat á hversu vel eða illa nemandinn er búinn undir framhaldsskóla í ólíkum námsgreinum er aðskiljanlegum upplýsingum safnað til að greina nemandann niður í frumeindir.

Hlutverk kennara er að mennta, ekki að greina persónuleika nemenda. Ofuráhersla á að greina nemendur eftir smæstu atriðum leggur ekki grunn að menntun heldur persónunjósnum.

Miðstýrt ríkisvald sem leggur meiri áherslu á að flokka nemendur en á menntun þeirra er á rangri braut. Hugsunin að baki er eflaust byggð á mannúð; að greina nemandann niður í frumeindir til að ,,grípa inn í" þá matsþætti sem þar sem nemandinn skorar lágt.

En þessi mannúð er byggð á tvöföldum misskilningi. Í fyrsta lagi verður menntun ekki flokkuð niður í 98 matskvarða. Í öðru lagi er sérgrein kennara ekki að flokka fólk, heldur að kenna.

Útkoman úr miðstýrðri flokkunaráráttu ríkisvaldsins verður óhjákvæmilega ómannúðlegt skólakerfi.

 


mbl.is Fá hátt í 100 einkunnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. júní 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband