Vandaður embættismaður, Bragi

Bragi Guðbrandsson er vel að því kominn að hljóta kjör í nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna. Bragi sinnti málaflokknum um áratugi og naut virðingar og trausts.

Tilraunir til að sverta nafn hans og heiður fóru góðu heilli út um þúfur.

Til hamingju, Bragi.


mbl.is Bragi kjörinn á vettvangi SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trump við Macron: taktu Frakka úr ESB

Bandaríkjaforseti ráðlagði forseta Frakklands að segja skilið við Evrópusambandið og fá í staðinn hagstæð viðskiptakjör. Guardian segir frá og byggir á dálkahöfundi Washington Post.

Meint tilboð Trump er sett í samhengi við tortryggni hans gagnvart yfirþjóðlegu samstarfi, ESB og Nató þar á meðal.

Flóttamannavandi Evrópu og Bandaríkjanna hefur orðið tilefni til gagnrýni Trump á Merkel kanslara Þýskalands, sem er holdgervingur opingáttarstefnu ESB. Á leiðtogafundi ESB virðist stefna Trump um lokaðri landamæri hafa orðið ofan á. Miðstóðvar fyrir flóttamenn er taki við þeim og haldi á meðan málsmeðferð stendur yfir er bandaríska leiðin (raunar búin til af Clinton og Obama en ekki Trump).

Hvernig tengjast þessi tvö mál, meint tilboð Trump til Macron um stuðning við að ganga úr ESB og flóttamannastefnan? Jú, þannig að ef Evrópusambandið stundar opingáttarstefnu en Bandaríkin loka landamærunum setur það stjórnvöld í Washington í neikvætt ljós. Meint tilboð til Macron sýnir að Trump er tilbúinn að ganga býsna langt að deila og drottna, grafa undan Evrópusambandinu.

Engar líkur eru á að Macron hugleiði úrsögn úr ESB. Bandalagið við Þýskaland er hornsteinn utanríkisstefnu Frakka frá lokum seinna stríðs. Miðstöð bandalagsins er höfuðstöðvar ESB í Brussel.

En þegar leiðtogar ESB-ríkja, Merkel kanslari þar á meðal, segja opinberlega að flóttamannastefnan geti rifið Evrópusambandið í sundur er augljóst að  Brussel er komið á pólitískt jarðskjálftasvæði. Og stjórnvöld í hverju ESB-ríki fyrir sig reyna að kortleggja hagsmuni sína til framtíðar - með eða án Evrópusambandi. Með Brexit stökkva Bretar fyrst frá borði og gætu fyrirmynd annarra ríkja. Þó ekki Frakka. Þeir tala helst ekki ensku.


mbl.is Heimila lokaðar miðstöðvar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Danir skera niður sitt RÚV um 20%

Danska RÚV-ið, DR, verður skorið niður um fimmtung og hluti starfseminnar fluttur á landsbyggðina. Útvarpsgjald verður afnumið, í staðinn fer DR á fjárlög.

Hér á Íslandi situr RÚV yfir hlut annarra fjölmiðla og nýtur skylduráskriftar, þ.e. útvarpsgjalds.

Er ekki kominn tími til að tengja og afnema sérréttindi RÚV?


mbl.is Samkomulag um stuðning við netmiðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. júní 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband