Pútín og Trump heiðra Vestmannaeyjar

Bandaríkjaforseti og starfsbróðir hans í Moskvu hittast á fundi 16. júlí. Fundinn ber upp á sama dag og Tyrkjaránið í Vestmannaeyjum fyrir bráðum 400 árum.

Á fundi forsetanna verða án efa mörg málefni á dagskrá. Eitt þeirra verður, ef að líkum lætur, hvaða menningarheimar eiga saman og hverjir ekki.

Eyjavinir fylgjast spenntir með.


mbl.is Funda í Finnlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innflutt borgarastyrjöld

Múslímar stunda hryðjuverk í Frakklandi. Til að jafna sakirnar er skipulagður hópur að herja á múslíma í Frakklandi. Þetta er vísir að borgarastyrjöld. Og hún er innflutt.

Eitt viðkvæði, sem gjarnan heyrist eftir hryðjuverkaárás múslíma, er að slíka atburði verður að sætta sig við. Það sé lítið hægt að gera við manndrápum herskárra múslíma; þeir eru bara svona. Bakhliðin á viðkvæðinu er sú að lítið sé hægt að gera við því þótt heimamenn stundi hryðjuverk gegn múslímum. Hringnum er lokað: múslímar stunda hryðjuverk og þeim er svarað með hryðjuverkum gegn múslímum. Sem sagt borgarastyrjöld.

Frumskylda ríkisvalds er að halda uppi lögum og reglu. Ef einhver hópur samfélagsins telur sig undanþeginn lögum og reglum, les: múslímar á vesturlöndum, og hefur önnur réttlætisviðmið (kóraninn og sharíalög) er frumskyldu ríkisvaldsins ógnað. Og þar með samfélagsfriðnum.

Samkvæmt annarri frétt á mbl.is ætla Frakkar að taka upp þegnskyldu til að ,,ýta und­ir borg­ara­lega skyldu og sam­kennd ungra Frakka." Í einn stað eru sem sagt fluttir inn í milljónavís hópar fólks sem enga samleið eiga með heimamönnum í grundvallarlífsviðhorfum. Í annan stað skal sett á þegnskylda að kenna þessu fólki að haga sér. Nærtækara væri að vinsa úr á landamærunum hafrana frá sauðunum. En það má ekki.


mbl.is Undirbjuggu árás gegn múslimum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. júní 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband