Trump sameinar hćgrimenn, líkt og Obama vinstrimenn

Donald Trump varđ forseti ţrátt fyrir ađ stór hluti Repúblíkanaflokksins vćri opinberlega á móti honum. Hann fékk minnihluta atkvćđi og fjöldamótmćli viđ innsetninguna í embćtti.  En á innan viđ tveim árum  er Trump búinn ađ sameina flokkinn ađ baki sér og stefnir hrađbyri á annađ kjörtímabil.

Hvađ gerđist?

BBC orđar ţađ svo ađ forsetinn hafi virkjađ ţá sem ekki endilega eru fylgjandi Trump en ţví harđari á móti andstćđingum hans. Tilefni greiningarinnar er forsetanáđun Dinesh D'Souza sem sér samsćri vinstrimanna viđ hvert fótmál og er svar hćgrimanna viđ villtum samsćriskenningum á vinstri vćngnum.

Obama fráfarandi forseti sameinađi frjálslynda vinstrimenn og pólitískan rétttrúnađ. Trump sameinar íhaldssama hćgrimenn og hćgriöfgar.

Stundum eru flókin mál býsna einföld ţegar ađ er gáđ.


Krónan stađfestir yfirburđi sína

Međ íslensku krónuna ađ vopni unnum viđ okkur hratt og örugglega úr bankakreppunni 2008. Írar og Grikkir sátu uppi međ evru og lentu í áratug eymdar og volćđis - Grikkir eru enn fastir í volćđinu. Evran stendur fyrir járnbrautarslysi á Ítalíu, segir Nouriel Roubini, en hann sá fyrir kreppuna fyrir áratug.

Ísland, aftur á móti, međ krónu og fullveldi skóp skilyrđi fyrir samfelldu hagvaxtarskeiđi, sem fćr framlengingu um 3 ár enn, samkvćmt spám. Ofvöxtur í ferđaţjónustu og fasteignum fćr mjúka lendingu nćsta vetur. Eđlilegur hagvöxtur upp á tćp 3 prósent, verđbólgu haldiđ í skefjum og atvinnuleysi sömuleiđis er krónunni og skynsamlegri hagsstjórn ađ ţakka.

Eina sem gćti klúđrađ efnahagslegri velmegun krónu og fullveldis er pólitískt klúđur annars vegar og hins vegar verđbólgusamningar á vinnumarkađi. 


mbl.is Minni hagvöxtur og meiri verđbólga
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 2. júní 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband