Trump-Hitler umræðan

Sú hefð að aðskilja foreldra og börn ólöglegra innflytjenda í Bandaríkjunum hófst fyrir forsetatíð Trump. Hugsunin að baki var að börn ættu ekki heima í varðhaldi líkt og fullorðnir. Á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum er þessu fyrirkomulagi líkt við fangabúðir nasista. Hugrenningatengslin eru þau að Trump sé nýr Hitler.

Þegar ýkjur og stríðsyfirlýsingar af þessu tagi eru daglegur fréttamatur er hætt við að fólk fái sérkennilegar hugmyndir, t.d. að Hitler hafi ekki verið annað en miður geðþekkur stjórnmálamaður og Auschwitz tiltölulega saklaust varðhald.

Umræða á þessum nótum þjónar þeim eina tilgangi að lýsa hneykslun (reiði, andstyggð) en stóryrðin og samlíkingarnar er svo yfirgengilegar að fólk nennir ekki að hneykslast, reiðast eða fyllast andstyggð. Fólk afgreiðir umræðuna sem merkingarlausan hávaða.


mbl.is „Ekkert líkt útrýmingarbúðum nasista“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gulli, Jens og vestræna uppgjörið

Guðlaugur Þór utanríkis og Jens Stoltenberg aðalritari Nató (skemmtilegt kommúnískt starfsheiti) eru báðir með böggum hildar vega uppgjörs Bandaríkjanna og Evrópusambandsins.

Skiljanlega. Bandaríkin halla sér að raunsærri íhaldsstefnu í málefnum flóttafólks, loftslags og öryggis. Evrópusambandið, þ.e. embættismannaveldið í Brussel, er á kafi í frjálslyndri fjölmenningu sem almenningur í Evrópuríkjum vill ekkert með hafa, samanber Brexit og þingkosningar í Þýskalandi, Austurríki og Ítalíu síðustu misseri.

Frjálslynda fjölmenning ESB er komin á endastöð og þótt fyrr hefði verið. Hún byggir á mótsögnum annars vegar (um að múslímamenning geti þrifist í vestrænum ríkjum) og hins vegar Rússafóbíu um að Pútín sé þess albúinn að leggja undir sig Evrópu.

Raunsæ íhaldsstefna er rétta svarið við frjálslyndri fjölmenningu. En það tekur tíma að fólk átti sig á pólitískum veðrabrigðum. Sá tími kallast uppgjör. 

 


mbl.is Forðast viðskiptahindranir vegna Brexit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB bútar niður fullveldi Íslands

Evrópusambandið tekur einhliða ákvarðanir um að innanríkismálefni EFTA-ríkjanna, þar sem Ísland er með Noregi og Liechtenstein, skuli færð undir sambandið. Persónuverndarlöggjöfin er aðeins eitt dæmi, annað er málefni raforkumála.

Á meðan Ísland er selt undir EES-samninginn mun Evrópusambandið halda áfram að sækja sér valdheimildir um íslensk innanríkismál. Það er beinlínis hluti af stjórnsýslu sambandsins að auka valdheimildir sínar á kostnað þjóðríkja. Þetta gerist bæði innan ESB og enn frekar gagnvart EFTA-ríkjunum.

Ísland verður að móta sér stefnu um að ganga úr EES-samstarfinu. Annars mun Evrópusambandið ganga að fullveldinu dauðu - með því að skera það niður í litla búta og hirða þá til sín einn í einu.


mbl.is „Þetta skapar afleitt fordæmi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. júní 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband