mbl.is viðkvæmt fyrir svartsýni vinstrimanna

Í frétt mbl.is af bjartsýni-svartsýni eftir stjórnmálaskoðunum eru ekkert sagt af svartsýni vinstrimanna. Á Eyjunni segir aftur

Svartsýnastir eru stuðningsmenn Pírata, en 49% þeirra telja að Ísland komist ekki upp úr riðlinum. Það sama segja 48% þeirra sem kusu Samfylkinguna.

Óþarfi er af mbl.is að ritskoða svartsýni vinstrimanna. Hún er alþekkt.


mbl.is Íslendingar nokkuð bjartsýnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland og Bretland eftir Brexit

Íslendingar  og Bretar eiga sameiginlega hagsmuni á sviði stjórnmála, viðskipta, öryggismála og ekki síst menningarmála, eins og sendiherra Breta hér á landi rekur í Morgunblaðsgrein.

Bretland er á leið úr Evrópusambandinu, eftir þjóðaratkvæðagreiðslu, Brexit. Bretar ætla ekki að gangast undir EES-samninginn, sem kveður á um samskipti okkar og Norðmanna við Evrópusambandið.

EES-samningurinn er fyrir þjóðir á leið inn í Evrópusambandið. Ísland er ekki á þeirri vegferð. Af því leiðir ættum við að segja upp aðild okkar að EES-samningnum.


Höfðingjadirfska þjóðarsálarinnar

Ekki er sjálfsagt að Ísland spili á heimsmeistaramóti vinsælustu íþróttar veraldar. Enn síður að þjóðarliðið nái árangri á þeim vettvangi. Stigið á móti Argentínu var árangur, þótt flestum þætti klént ef þau verða ekki fleiri.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra nefndi einn þátt þjóðarsálarinnar sem án efa er hluti skýringarinnar á árangri landsliðsins. ,,Höfðingjadirfska" er samtímalýsing á Elku Björnsdóttur alþýðukonu sem skrifaði dagbókarfærslu fyrir hundrað árum og Katrín gerði að umtalsefni í lýðveldisávarpinu.  

Höfðingjadirfska er að Ísland geri sig gildandi á sama vettvangi og Ronaldo, Messi og félagar. Þessi þáttur þjóðarsálarinnar skilar okkur árangri sem samkvæmt tölfræði ætti ekki að vera mögulegur.

Höfðingjadirfska er vandmeðfarinn eiginleiki. Hún getur á augabragði breyst í hjárænulega afdalamennsku ef ekki fylgir henni innistæða raunsæis, vinnusemi og þrautseigju. Við sáum það þegar Ísland ætlaði sér sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og einnig þegar glæpavæddir bankamenn töldu stjórnvöldum trú um að landið gæti orðið alþjóðleg fjármálamiðstöð.

Höfðingjadirfska og oflátungsháttur eru hvort tveggja drættir í þjóðarsálinni og eiga það til að víxlast.


mbl.is Góð áhrif á þjóðarsálina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. júní 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband