Smána yfirvaldið en krefjast fullrar þjónustu

Anarkistahópur vanvirðir og smánar lögmæt yfirvöld með táknrænum hætti á alþingi og við stjórnarráðið. Einn úr hópnum fer á framandi vígaslóðir og tekur upp vopn í þjóðastríði Kúrda og Tyrkja. Engar staðfestar fréttir eru af afdrifum unga mannsins, Hauks Hilmarssonar. 

Anarkistahópur Hauks heldur áfram að smána og vanvirða yfirvöld um leið og hópurinn krefst fullrar þjónustu sömu yfirvalda að hafa upp á Hauki og fá staðfestingu hvort hann sé lífs eða liðinn.

Réttur Hauks, rétt eins og allra lögráða Íslendinga, er að gera það úr lífi sínu sem hugurinn stendur til. Á Íslandi gilda lög og reglur sem þegnar landsins eru skyldir að fara eftir. Á ófriðarslóðum gilda aðrar reglur, stundum engar. Þar eru menn mönnum úlfar, drepa og eru drepnir.

Vonandi kemur á daginn að Haukur sé heill á húfi. Hafi hann fallið í stríðsátökum væri mannúð að gefa ættingjum og ástvinum Hauks upplýsingar um hvernig dauða hans bar að garði og afhenda jarðneskar leifar hans.

Mannúð er sjálfsögð á Íslandi. Víða um lönd er hún það ekki. Anarkistar mættu hafa það í huga næst þegar þeir efna til aðgerða gegn táknum lýðveldisins.


mbl.is Handtekinn á þaki Stjórnarráðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón og hversdagsfullveldið

Ein 65 ár voru frá andláti Jóns Sigurðssonar (1811-1879) þegar ákveðið var að fæðingardagur hans skyldi verða þjóðhátíðardagur Íslands, frá og með lýðveldisstofnun 1944. Ástæða vegsemdar Jóns er að finna í grein sem hann skrifaði nær hundrað árum áður, Hugvekja til Íslendinga, og birtist í Nýjum félagsritum 1848.

Í Hugvekjunni lagði Jón grunninn að fullveldisbaráttunni. Í meginatriðum voru sjónarmið Jóns þríþætt. Í fyrsta lagi að Íslendingar væru sérstök þjóð, aðgreind með búsetu, tungumáli og sögu frá Norðmönnum og Dönum.

Í öðru lagi að Íslendingar hefðu hvorki fallist á að Ísland yrði hluti af þjóðríki Noregs með Gamla sáttmála 1262/1264 né þjóðríki Danmerkur með konungshyllingunni 1662. Í báðum yfirlýsingunum, sagði Jón, var aðeins um það að ræða að Íslendingar féllust konungdóm norska konungsins og síðar þess danska.

Þriðja meginröksemd Jóns var að Íslandi yrði aldrei stjórnað, svo vel færi, með því að æðsta yfirvaldið í málefnum þjóðarinnar væri í Kaupmannahöfn. Í Hugvekjunni tilfærir Jón nokkur dæmi um hve ónýtt fyrirkomulagið er og segir síðan

það mætti vera þegar fullsannað, að það er verður ómögulegt að stjórna Íslandi frá Kaupmannahöfn, á sama hátt og hingað til, nema svo sé, að skjóta eigi loku fyrir alla framför landsins framar enn nú er.

Jón talar hér fyrir hversdagsfullveldinu sem við dags daglega göngum að vísu; að ákvarðanir um íslensk málefni séu teknar á Íslandi.

Án hversdagsfullveldisins væri ekki búandi á Íslandi. Jón og kynslóðirnar sem komu á eftir áttuðu sig á þessum hversdagssannindum. Nema kannski fáeinir kratar.


Bloggfærslur 17. júní 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband