Sérfræðikostnaður þingflokka og huldublaðamennska

Þingflokkar fá ótaldar milljónir króna árlega frá ríkinu til að kaupa ,,sérfræðiþjónustu." Hluti af þessum peningum fer í að kaupa almannatengslaþjónustu sem vefmiðlar selja undir formerkjum blaðamennsku.

Ekki fyrr en þingflokkum verður gert að opna bókhaldið og sýna hvert sérfræðingakostnaðurinn rennur er hægt að koma í veg fyrir huldublaðamennsku af þessu tagi.

Flokkar eins og Píratar, Viðreisn og Samfylking hljóta að ríða á vaðið og opna bókhald þingflokkanna. Þarf nokkuð að vera á huldu?


mbl.is Nafnlausar herferðir ekki ólöglegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Próf sem flokkun, refsing og kennsla

Próf, hvort heldur í íslensku eða öðrum námsgreinum, eru tíðast notuð sem flokkun. Nemendur eru prófaðir til að kanna hvar þeir standa gagnvart námsefninu.

En það ber einnig við að próf eru refsing eða umbun fyrir (oft) forstokkaðar hugmyndir um hvað nemandi eigi að kunna og hvernig á að skilja hlutina. Í þeim tilfellum standa skapandi nemendur verr að vígi en þeir sem temja sér páfagaukslærdóm.

Ekki er hægt að komast hjá því að flokka nemendur að einhverju marki með prófum. En próf sem refsingu eða umbun er hægt að leggja af. Í staðinn komi próf sem eru liður í kennslu. Þau próf koma nemendum ekki á óvart, eins og oft vill verða, með opnum spurningum og fleiri en einum möguleika á réttu svari.

Lífið er einu sinni þannig að í fæstum tilvikum býður það aðeins eitt rétt svar.


mbl.is Viðhorf til íslenskunnar mikilvægt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjórða kynið: internetkynið

Úr Bretaveldi berast þær fréttir að fyrsti einstaklingurinn er formlega greindur með internetfíkn. Um er að ræða unglingsstrák með ástríðu fyrir tölvuleikjum. Eftir því sem internetinu vex fiskur um hrygg og lífið á veraldarvefnum verður altækara er hætt við að þeim fjölgi sem eiga þar betur heima en í kjötheimum.

Fyrirsjáanlega finnst innan tíðar internetkyn sem hvorki er karl né kona, heldur ekki þriðja kynið, intersex. Læknisfræðilegar rannsóknir gætu sýnt fram á að internetkynið tilheyri ekki hversdagslegum lífheimi heldur sé af veröld vefsins. Í slíkum tilfellum væri ætlað samþykki viðkomandi, að tilheyra mannkyni, augljóst brot á mannréttindum.

Pólitískir rétttrúnaðarriddarar verða að undirbúa sig undir næstu baráttu, sem verður um annars heims kyn. Ekki er að efa að rétttrúnaðarriddararnir eigi hauka í horni þar sem eru Íslandsdeild Amnesty og heilbrigðisráðuneytið á Fróni.


mbl.is Brotið gegn mannréttindum fólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. júní 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband