Vantrú og siđleysi

Ný alţjóđleg könnun gefur til kynna ađ almenningur líti á trúlausa sem siđlaust fólk. Samkvćmt könnuninni telur almenningur í ólíkum trúarsamfélögum ađ líklegra sé ađ trúlausir fremji viđurstyggilega glćpa en trúađir.

Guardian segir frá könnuninni.

Ein spurning: hvers vegna ćtti niđurstađan ađ koma á óvart?


4 valdablokkir í miđausturlöndum

Stjórnvöld í Ísrael taka undir harđlínustefnu Sádí-Arabíu gegn fjölmiđlinum Al Jazeera. Ţetta gerist í beinu framhaldi af tilraunum til ađ efna til óeirđa vegna deilunnar um Musterishćđ, sem er bćđi gyđingum og múslímum heilög.

Jerusalem Post birtir fréttaskýringu sem skilgreinir fjórar valdablokkir í miđausturlöndum. Ţessar valdablokkir berjast um forrćđiđ í heimshlutanum. Hćgt er ađ skilja stađbundin átök út frá valdablokkunum.

Sú fyrsta er Íran, sem er forysturíki shía-múslíma. Önnur er Ríki íslams, en ţađ eru herskáir súnní-múslímar er stefna ađ trúarríki. Ţriđja valdablokkin er Múslímska brćđralagiđ međ ríki eins og Tyrkland, Hamas-hryđjuverkasamtökin og Katar. Fjórđa blokkin er stöđugleikaríkin: Egyptaland, Jórdanía, Sádí-Arabía og Ísrael.

Stöđugleikaríkin tóna niđur deiluna um Musterishćđ og er umhugađ um ađ halda friđinn í heimshlutanum enda getur ófriđur utan landamćranna óđara breyst í innanlandsátök.

Múslímska bandalagiđ, undir forystu Tyrkja, vildi átök. Erdogan forseti hvatti til óeirđa undir trúarlegum formerkjum. Hann lítur á Tyrkland sem upphaf ađ endureisn kalífaríkis múslíma.

Ríki íslams var ekki ađili ađ deilunni um Musterishćđ, ţeir eiga nóg međ sitt í borgarastríđinu í Sýrlandi og Írak.

Stöđugleikaríkin virđast hafa náđ ţví ađ kćla deiluna í ţessari umferđ. Og Ísrael og Sádí-Arabía eru samstíga í ađ koma Al Jazeera fyrir kattarnef.

 

 

 


mbl.is Vilja leggja niđur Al Jazeera
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 7. ágúst 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband