Pútín-viđtaliđ og einpóla heimur

Fyrsti hluti af viđtölum Oliver Stone viđ Pútín Rússlandsforseta var sýnt á RÚV. Ţćttirnir eru sérstakir fyrir ţá sök ađ Stone fékk greiđan ađgang ađ Pútín í tćp tvö ár til ađ spyrja hann um heima og geima.

Í fyrsta ţćtti kom m.a. fram ađ Pútín var tregur til ađ ţiggja völd frá veikum Yeltsin forseta um aldamótin. Pútín er frá Leníngrad og var međ takmörkuđ tengsl viđ valdakerfiđ í Mosvku. Ţá var Pútín óviss um hvađa framtíđ biđi sín. Yrđi honum fórnađ viđ fyrsta tćkifćri og voru völdin ţess virđi ađ gefa frá sér allt sem heitir einkalíf?

En Pútín sló til og stjórnar Rússlandi meira og minna frá aldamótum.

Samskiptin viđ Bandaríkin og Nató komu viđ sögu. Sýnt var úr rćđu Pútín frá 2007 á öryggisráđstefnunni í Munchen ţar sem hann varađi viđ einpóla heimi ţar sem sem Bandaríkin, međ Nató sem verkfćri, vćru lénsherra međ allar ađrar ţjóđir sem undirsáta.

Einpóla heimur, sagđi Pútín, er hćttulegur vegna ţess ađ hann spillir bćđi stjórnvaldinu, sem fyllist hroka, og undirsátum, sem finna ekki til lýđrćđislegrar ábyrgđar - valdiđ er jú allt í Washington.

Um aldamótin, ţegar Sovétríkin höfđu veriđ dauđ í tíu ár og Rússland var veikt, gerđu Bandaríkin sér vonir um ađ verđa heimsveldi. Stríđ í Afganistan, Írak, Sýrlandi og Úkraínu eru viđleitni til ađ ţvinga fram einpóla heim.

Tilraunin mistókst. Bandaríkin gerđu heiminn ekki betri heldur skildu eftir sig slóđ ónýtra ríkja, ţúsundum mannslífum var fórnađ, milljónir fóru á vergang og samfélög tortímdust. Sér ekki fyrir endann á óöldinni, ţótt hún hafi stađiđ fyrir frá aldamótum.

Og hvađ gera Bandaríkin ţá? Jú, kenna Rússum um ófarir sínar og gera Pútín ađ ţjóđaróvini.

Smekklegt.


Ekki einkavćđa RÚV; gerum ţađ ađ menningarstofnun

RÚV ţjónar engum tilgangi í íslenskri fjölmiđlun, sem ađrir miđlar geta ekki sinnt. Ţađ sem verra er; RÚV er rekiđ í starfsmannapólitískum tilgangi ađ reka áróđur fyrir ţá útgáfu vinstristjórnmála sem líkleg er til vinsćlda hverju sinni.

En RÚV á ađ baki merka sögu á framleiđslu og miđlun íslenskrar menningar. Ţess vegna ćtti ađ leggja RÚV niđur í núverandi mynd og gera ţađ ađ menningarstofnun sem varđveitti, framleiddi og miđlađi íslensku efni.

Međ öđrum orđum, RÚV verđi ekki lengur ríkisútvarp vinstrimanna heldur menningarstofnun.


mbl.is Meirihluti andvígur einkavćđingu RÚV
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Flokkur fólksins er stjórnarandstađan: rökin

Stjórnarandstöđuflokkurinn sem bćtir mest viđ sig fylgi í skođanakönnunum á milli kosninga er ,,stjórnarandstađan" á hverjum tíma. Ástćđan er sú ađ í umrćđunni er litiđ svo á ađ sá flokkur sem er á mestu flugi geti orđiđ afl í nćstu ríkisstjórn.

Allt síđasta kjörtímabil voru Píratar ,,stjórnarandstađan" á međan Vinstri grćnir spiluđu aukahlutverk. Ţegar kom ađ kosningum misstu Píratar fylgi en Vinstri grćnir styrktust.

Ţessa dagana er Flokkur fólksins ,,stjórnarandstađan", samkvćmt ofangreindri skilgreiningu. Formađur flokksins, Inga Sćland, notar önnur rök fyrir stöđunni. Viđ erum alţýđan, segir hún.

Munurinn er á ţví kenna sig viđ alţýđuna og vera alţýđan eins og ég. Ég stend í nákvćmlega ţeim skóm og búin ađ gera alla mína ćvi, ţess hóps sem ég er ađ berjast fyrir. Ég er varanlegur 75% öryrki međ rúmar 200 ţúsund krónur á mánuđi, ég er ađ berjast fyrir ţennan hóp, viđ viljum fá ađ taka ţátt í samfélaginu og viđ viljum vera međ. Og svo framarlega sem ég heiti Inga Sćland ţá er ađ marka hvert einasta orđ sem ég segi.

og

Litli Flokkur fólksins hann er eina stjórnarandstađan í landinu í dag! Hinir eru allir í sumarfríi! Ţađ er enginn ađ gera neitt, fara bara í langt langt sumarfrí, ofsalega gaman hjá ţeim, en ţađ ţarf ađ vinna fyrir fólkiđ í landinu! Ţessir einstaklingar eru kjörnir af okkur til ađ vinna fyrir okkur og ţeir eru međ ágćtis laun. Ţeir ćttu ađ sýna sóma sinn í ađ vinna fyrir fólkiđ í stađ ţess ađ liggja og sóla á sér.

Inga er stjórnmálamađur annarrar gerđar en viđ eigum ađ venjast. Hún er ekki sprottin úr jarđveginum Reykjavík 101, eins og flestir Píratar, Vinstri grćnir, Björt framtíđ og ţeir sem einu sinni kenndu sig viđ Samfylkinguna.

Reykjavík 101-liđiđ vildi bćta hag háskólafólksins, sérfrćđinganna. Ţingmađur ţeirra, úr röđum Pírata, sagđi á ASÍ-ţingi ađ atvinnustefnan vćri ađ Ísland yrđi ađili ađ geimferđarrannsóknaráćtlun Evrópusambandsins.

Í óreiđunni eftir hrun var markađur fyrir stórar lausnir: ESB-ađild, nýr gjaldmiđill, ný stjórnarskrá og nýtt Ísland.

Ţegar óreiđan sjatnađi afhjúpuđust stóru hugmyndirnar og reyndust ferđir út í geiminn. Flokkur fólksins, međ Ingu sem formann, vill gera gott Ísland betra fyrir ţá sem minnst hafa á milli handanna. Ţess vegna er Flokkur fólksins stjórnarandstađan.


Bloggfćrslur 4. ágúst 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband