Uppreisn æru og glötuð virðing alþingis

Umræðan um uppreisn æru dæmdra manna er í eðli sínu ekki pólitísk og alls ekki flokkspólitísk. Kjarni umræðunnar er hvort og þá hvernig dæmdir menn fái á ný réttindi sem þeir glötuðu vegna dóms.

Þótt umræðan sé ekki pólitísk í venjulegum skilningi orðsins eru á henni margir fletir, sem sjálfsagt er að ræða og meta. Eins og gert er með fjölda frétta og færslna á bloggi og samfélagsmiðlum.

Það er alþingis að setja lög um þetta málefni eins og önnur. Hér var prýðisgott tækifæri fyrir þingmenn að sýna þjóðinni að löggjafasamkoman gæti unnið samhent að úrlausnarefni sem varðar meginreglur, prinsipp.

En þegar þingmenn og þingflokkar æða fram með sína flokkspólitísku útgáfu af lagabreytingum um uppreisn æru vinna þeir málinu tjón. Ekki síður staðfesta þeir orðsporið, sem loðir við þingið, að þingheimur er í varanlegum skotgrafahernaði.

Öllum ætti að vera augljóst að flokkspólitísk niðurstaða í þessu máli getur aldrei orðið almenn niðurstaða, sem byggir á sanngirni og réttsýni. 

Lagabreytingarnar, sem verða samþykktir, munu ekki á nokkurn hátt breyta högum þeirra sem þegar hafa fengið uppreisn æru. Lögin verða ekki afturvirk. Þingmenn ættu að koma sér upp úr skotgröfunum, horfa til framtíðar og setja almannahagsmuni ofar flokkspólitískum stundarhag.


mbl.is Vilja breyta lögum strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kristið barn í fóstri múslímafjölskyldu: fjölmenning eða ofbeldi?

Krafist er rannsóknar á tildrögum þess að hvít stúlka, 5 ára gömul, var sett í fóstur hjá múslímafjölskyldu sem talar ekki móðurmál stúlkunnar, bannar henni að borða svínakjöt og að bera krosshálsmen.

Atvikið gerðist í Englandi og Telegraph fjallar um málið. Þar segir m.a. að múslímafjölskyldurnar tvær, sem barnið var vistað hjá, tala ekki ensku, telja jólahald ,,heimskulegt" og að vestrænar konur séu af lakari sortinni.

Dálkahöfundur Telegraph segir atvikið til marks um tilfinningakulda. Aðrir myndu jafnvel tala um ofbeldi og enn aðrir að hér sé fjölmenning í framkvæmd.


Hægribylgja í Evrópu og á Íslandi

Hægriflokkurinn í Noregi mælist stærstur flokka. Gangi það eftir í kosningunum í næsta mánuði yrði brotið í blað. 100 ár eru síðan Hægriflokkurinn var stærri en Verkamannaflokkurinn. Annar hægriflokkur, Framfaraflokkurinn, stefnir í gott mót í landi forfeðranna.

Kristilegir demókratar ætla að rúlla upp þýsku kosningunum, sem eru á næsta leiti. Nýr hægriflokkur, AfD, gæti orðið þriðji stærsti flokkurinn og það yrðu söguleg tíðindi.

Á Íslandi er Sjálfstæðisflokkurinn í sókn í höfuðborginni. Flokkur fólksins styrkir sig sem stjórnmálaafl en vinstriflokkar eru í lægð. Framsóknarflokkurinn hrapar.


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. ágúst 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband