10 þúsund bloggfærslur

Tíuþúsundasta tilfallandi athugasemdin leit dagsins ljós fyrr í dag. Morgunblaðinu/blog.is er þökkuð hýsingin og lesendum innlitin.

 


Opið samfélag og hryðjuverk

Hryðjuverk er auðveldara að fremja í opnum samfélögum en alræðisríkjum. Í opnum samfélögum ríkir frelsi til að útbreiða boðskapinn að baki hryðjuverkum, hvort sem hann er trúarlegur eða veraldlegur.

Mannréttindi til orða og athafna; réttarríki sem gerir fyrir sakleysi uns sekt er sönnuð og réttlát og málefnaleg málsmeðferð veita hryðjuverkamönnum athafnarými til að skipuleggja og framkvæma ódæði.

Sameiginlegt stef hryðjuverkamanna er að þeir eru svarnir óvinir opins samfélags. Þeir sækjast eftir alræðisríki, byggt á trú eða veraldlegri hugmyndafræði.

Eina raunhæfa vörn opins samfélags er samstaða og samheldni um grunngildi.


mbl.is Auka viðbúnað eftir árásirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitískt vald og fjölmiðlabylting

Bylting í fjölmiðlun er oft undanfari pólitísks umróts. Prentverk Gutenberg gerði Marteini Lúther kleift að kljúfa kaþólsku kirkjuna í lok miðalda. Stóraukið ódýrt lesmál var forsenda frönsku byltingarinnar. Fjölmiðlun í nútímaskilningi er snar þáttur í valdasókn tveggja isma á síðustu öld, fasisma og kommúnisma.

Uppstokkun fjölmiðla síðustu 20 ár eða svo breytir pólitískri umræðu. Óhugsandi er Trump hefði náð kjöri á síðustu öld þegar þrjár sjónvarpsstöðvar (CBS, NBC, ABC) ásamt fáeinum stórblöðum og enn færri tímaritum réðu pólitískri dagskrá. Trump er afurð fjölmiðlabyltingarinnar sem kennd er við netið.

En Trump er hvorki upphaf né endir á pólitísku umróti síðustu ára, þótt annað mætti halda miðað við fyrirferð hans í fjölmiðlum. Trump er birtingarmynd brotakenndra stjórnmála þar sem lítið er um viðteknar hugmyndir heldur ægir saman gömlu og nýju. Útkoman verður ekki ljós fyrr en löngu eftir daga Trump í Hvíta húsinu og Bannon á Breitbart.

Fjölmiðlabyltingin, sem ól af sér Trump og Bannon, verður þá komin í sögubækurnar. Kosturinn er að við lifum þessa sögulegu tíma.


mbl.is Valdameiri utan Hvíta hússins?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. ágúst 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband