Stolnar stríðsminningar

Bretar minnast aldarafmælis orustunnar við Passchendaele, þar sem bandamenn, Bretar og Frakkar, börðust við Þjóðverja í fyrri heimsstyrjöld.

Áður en yfir lauk, í nóvember, voru dauðir og særðir um hálf milljón. Orustan, líkt og margar aðrar á vesturvígstöðvunum í fyrra stríði, var tilgangslaus; víglínan breyttist sáralítið.

Bretar telja sig hafa fært fórnir í Passchendaele í þágu Frakka. Bretar tóku þátt í fyrra stríði til að hjálpa Frökkum, sem ólmir vildu stríða við Þjóðverja til að hefna tapsins frá 1870, en þá hirtu Prússar af þeim héruð og stofnuðu til þýska ríkisins.

Bretum sárnar að þeir fornu fjendur, Frakkar og Þjóðverjar, taka höndum saman að minnast Passchendaele til að auka vegsemd Evrópusambandsins.

Evrópusambandið er, þrátt fyrir allt, ekki stofnað fyrr en eftir seinna stríð. En sá sem fór með aðalhlutverkið var lítilsigldur liðþjálfi í fyrra stríði. Og hefðu Þjóðverjar unnið það stríð myndu þeir hafa stofnað Evrópusamband meginlandsþjóða - og ekkert pláss fyrir liðþjálfann Hitler í Evrópusögunni.


Trú, útrás og hrun

Trúarlegt stef er á heiti rökkóperu um hrunið; Guð blessi Ísland. Til að skilja hrunið þarf að glöggva sig á útrásinni, sem var aðdragandi hrunsins.

Partíin, sem ku vera þemu rokkóperunnar, voru því aðeins möguleg að meðhlauparar í stétt fjölmiðlamanna gerðu útrásarvíkinga að goðsögum í lifanda lífi. Útrásarskáldið Hallgrímur Helgason kallaði auðmennina ,,bestu viðskiptasyni Íslands."

Meðhlaupararnir hljóta a.m.k. að fá aukahlutverk í rokkóperunni. Annað væri helgispjöll.

 


mbl.is Rokkóperan Guð blessi Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttmæt athugasemd Sigmundar Davíðs

Aðalhöfundurinn að skuldaleiðréttingu heimilanna og glæsilegustu ríkisfjármálaaðgerð sögunnar, uppgjöri Íslands við þrotabú föllnu bankanna, er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi forsætisráðherra. Hann skrifar pistil um ráðstafanir sem ríkisstjórn hans gekkst fyrir í eftirmálum hrunsins.

Í pistlinum fjallar Sigmundur Davíð um uppgjör við einstaka flokka kröfuhafa föllnu bankanna. Hann segir:

Það er athygli vert, í þessu sambandi, að enginn íslenskur stjórnmálamaður sem hagnaðist sjálfur eða átti ættingja sem höfðu hagsmuna að gæta, til dæmis eignir í peningamarkaðssjóðum, sá nokkurn tímann ástæðu til að greina frá þeim hagsmunum á meðan verið var að taka ákvarðanir um tilfærslur sem vörðu milljónir, tugi- eða hundruð milljóna.

Ekki nóg með það heldur kepptust fjölmiðlar við að þagga niður upplýsingar um hverjir högnuðust á þessari aðgerð.

En þegar kom að því að gera störf Sigmundar Davíðs tortryggileg, með Panama-skjölunum, kom annað hljóð í strokkinn.

Panama-skjölin, sem raunar liggja ekki á lausu, voru pólitísk aðgerð til að koma höggi á Sigmund Davíð, sem hafði fórnað hagsmunum eiginkonu sinnar, en hún átti kröfur, líkt og þúsundir annarra, í þrotabú föllnu bankanna.

RÚV, öðrum fjölmiðlum framar, sá til þess að aðför var gerð að Sigmundi Davíð vegna þess að hann tók almannahagsmuni fram yfir einkahagsmuni.


Bloggfærslur 2. ágúst 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband