New York Times og falsfréttir

Á forsíðu New York Times er fyrirsögnin um fund forsetanna þessi: Trump-Pútín fundur er rússneskur sigur.

Fyrirsögnin kyndir undir falsfréttir um að Trump sé handbendi Rússa. New Republic læðist ekki með veggjum í sinni útfærslu. Þar segir í inngangi sömu fréttar:

Þrátt fyrir samdóma álit að Rússar hafi skipt sér af kosningunum 2016 og hjálpað Trump til sigurs er Trump staðfastur í viðleitni sinni að bæta samskiptin við Pútin og Rússland. (Despite the consensus that Russian interference in the 2016 election helped elect him, Trump has been steadfast in his pledge to push for better relations with Putin and Russia.)

Þetta ,,samdóma álit" er ekkert annað en áróður sem frjálslyndir vinstrifjölmiðlar hafa haldið að almenningi. Engan sannanir eru fyrir afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum - aðeins ,,samdóma álit".

Fjölmiðlar reyna að gera ,,samdóma álit" að pólitískri staðreynd. Og beita til þess falsfréttum.

 


mbl.is Trump og Pútín hittast í fyrsta sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Saurborgin Reykjavík

Reykjavíkurborg dælir óhreinsuðu skolpi í tonnavís út í Skerjafjörð án þess að vara almenning við menguninni.

Kjörnir fulltrúar í borgarstjórn fela sig á bak við embættismenn sem segja ástandið ,,bagalegt".

Málið er nokkru alvarlegra en svo að það teljist ,,bagalegt."

 


mbl.is Saurgerlamagn yfir mörkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðernishyggja, bandarísk og rússnesk

Forsetarnir Trump og Pútín eru hvor sín útgáfa af þjóðernishyggju. Trump sýndi það í gær að pólsk og bandarísk þjóðernishyggja fara ágætlega saman. Hvers vegna ekki bandarísk og rússnesk?

Áður en Trump varð forseti stóðu Bandaríkin fyrir útþenslustefnu, bæði í Evrópu og miðausturlöndum. Í samvinnu við Evrópusambandið og með Nató sem verkfæri byggðu Bandaríkin upp herstöðvar eftir endilöngum vesturlandamærum Rússlands, frá Eystrasalti niður til Svartahafs. Ríkin sem Nató innbyrti voru áður í hernaðarbandalagi með Rússum, á tímum Sovétríkjanna.

Eftir fall Sovétríkjanna 1991 vöruðu Rússar ítrekað við útþenslu Bandaríkjanna í Austur-Evrópu. Hernaðaruppbygging Nató var ógn við þjóðaröryggi Rússa. Á þá var ekki hlustað. Þegar til stóð að gera Úkraínu að áhrifasvæði Nató 2013 sögðu Rússar hingað og ekki lengra.

Útþensla Bandaríkjanna í miðausturlöndum komst á nýtt stig með innrásinni í Írak 2003. Bandaríkin ætluðu að umbreyta miðausturlöndum í vestræn þjóðríki. Það mistókst og 14 árum seinna er heimshlutinn nánast samfellt ófriðarsvæði. Ófriðurinn teygir sig til vesturlanda og birtist í hryðjuverkum.

Lykillinn að friðsamlegri sambúð Bandaríkjanna og Rússlands er að skilja muninn á milli þjóðernishyggju og heimsvaldastefnu. Sumum er það ofviða.


mbl.is Allra augu á Trump og Pútín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. júlí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband