RÚV: einelti og ólögmæt uppsögn. Hver ber ábyrgð?

RÚV er dæmt fyrir einelti og ólögmæta uppsögn starfsmanns. Einhver á stofnunni hlýtur að axla ábyrgð.

RÚV stundar þá iðju að heimta að menn séu dregnir til ábyrgðar þegar útaf bregður. Fréttamenn RÚV framleiða reglulega fréttir um að þessi eða hinn verði að sæta ábyrgð.

Í fljótu bragði sýnist RÚV eiga tvo kosti í þessu mál. Annað tveggja að einhver á stofnunni axli ábyrgð á einelti og ólögmætri uppsögn aða að fréttastofa RÚV verði lögð niður.

Seinni kosturinn þjónar best almannahagsmunum. En auðvitað tekur RÚV hann ekki. Eins og jafnan þegar RÚV á í hlut mun stofnunin þegja þetta mál af sér. Enda ríki í ríkinu.


mbl.is Adolf Ingi hefur sigur í máli gegn RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jónas, femínistalöggur og Dirty Harry

Jónas greinir þróun glæpasagna:

Nýjar hetjur, magrar rannsóknarlöggur, fráskildar með smábörn, til skiptis kynóðar eða á trúnó með vinkonum. Þessar mögru kerlur eru fjörugri en feitu karlarnir og endast enn, taka bófana haustaki og rota þá á nóinu. Samsvara tíðarandanum, femínisma, og munu endast enn um sinn.

Dirty Harry sá þessa þróun fyrir í sígildu atriði, kvikmyndað fyrir hálfum mannsaldri eða svo.

 


Monty, Dagur og einfaldleiki sigra

Liðin eru 73 ár frá innrásinni í Normandí, þegar herir bandamanna lögðu til atlögu við meginland Evrópu undir stjórn Hitler. Breski marskálkurinn Bernard Montgomery útfærði innrásina, sem var undir yfirstjórn Dwight Eisenhower.

D-dagurinn 6. júní 1944 fól í sér innrás 160 þúsund hermanna á strönd Frakklands. Flókið verk er að hleypa slíku fyrirtæki af stokkunum. En leiðin til árangurs er að koma auga á einfaldleikann í flækjunni. Hernaðaráætlun Monty komst fyrir á einu blaði þar sem stóð neðst í hægra horni: lykilatriði er einfaldleiki.

Dagur Sigurðsson gerði, öllum að óvörum, Þýskaland að Evrópumeisturum í handbolta fyrir rúmu ári. Skipulag Dags í úrslitaleiknum er á einu blaði. Meginskilaboðin voru þau sömu og hjá Monty: höfum þetta einfalt.

Til að finna einföldu leiðina til sigurs þarf innsýn í flókin ferli og ekki síst vandaðan undirbúning. Dagur og Monty kunnu til verka. Heiður sé þeim.

 


Bloggfærslur 5. júlí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband