Benedikt, Björt; raðbilun hjá Viðreisn-Bjartri framtíð

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar á að segja af sér, eftir að hann lýsti sig óviljugan að standa með lögeyri landsins, krónunni.

Björt Ólafsdóttir ráðherra og samflokksmaður Benedikts í bandalaginu Viðreisn-Björt framtíð kennir feðraveldinu um stórfelldan dómgreindarskort af sinni hálfu þegar hún auglýsti fatnað í sölum alþingis.

Pólitísk raðbilun í bandalagi Viðreisnar-Bjartar framtíðar sýnir svart á hvítu að þessi stjórnmálasamtök eru ekki í neinum tengslum við hversdagslegan veruleika. Burt með Benedikt og burt með Björtu.


mbl.is Sýndi dómgreindarleysi með myndatöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstrimenn og stjórnlagaþing: Ísland - Venesúela

Líkt og vinstristjórnin í Venesúela efndi vinstristjórn Jóhönnu Sig. 2009-2013 til stjórnlagaþings. Rökin eru þau sömu: ,,til að koma á friði í kjöl­far átaka, mót­mæla og póli­tískr­ar patt­stöðu."

Hæstiréttur Íslands ógilti kosningarnar til stjórnlagaþings vegna annmarka við framkvæmd þeirra. Þá ákvað ríkisstjórn vinstrimanna í Reykjavík að búa til stjórnlagaráð, sem fékk það verkefni að stúta stjórnarskránni.

Með umorðun frá borgarskáldinu: hjörtum vinstrimanna svipar saman í Caracas og Reykjavík 101.


mbl.is Lýsa yfir áhyggjum af dalandi lýðræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

80 ár frá hreinsunum Stalíns

1937 hófust í Sovétríkjunum ofsóknir sem kenndar eru við ,,hreinsanir". Samkvæmt tilskipun átti að uppræta ,,gagnbyltingarsinna" og þá sem voru ,,andsovéskir." Í raun voru aðgerðirnar til að treysta völd Stalíns leiðtoga Sovétríkjanna og réttlættar með hugmyndafræði kommúnisma.

Um 1,5 milljónir manna voru handteknir og af þeim um 700 þúsund teknir af lífi.

Stalín var löngum lýst sem óhefluðum valdasjúkum manni með ofsóknaræði. Í seinni tíð er sú mynd dregin upp af honum að hann hafi verið barn síns tíma, nokkuð snjall en hversdagslegur að mestu. Það sem gerði hann að einum mesta fjöldamorðingja sögunnar er hugmyndafræðin.

Kommúnisminn er í einn stað söguleg nauðhyggja. Vísindalegur sósíalismi skyldi taka við af borgaralegu arðráni þar sem verkalýðnum var skammtaður skítur úr hnefa. Í annan stað krafðist byltingin ofbeldis, því meira ofbeldi því betra.

Altæk hugmyndafræði, hvort heldur veraldleg, eins og sósíalismi, eða trúarleg, líkt og kristni miðalda og múslímatrú allar götur frá 7. öld, er iðulega hrátt ofbeldi þegar búið er að skafa af helgislepjuna.

,,Hreinsanir" altækrar hugmyndafræði beinast einatt að þeim sem hugsa sjálfstætt. Gefur auga leið.


Bloggfærslur 31. júlí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband