Dunkirk: Hitler tafði þýska skriðdreka - hvers vegna?

Kvikmyndin Dunkirk fjallar um björgun rúmlega 300 þúsund breskra og franskra hermanna í lok maí 1940. Breski og franski herinn voru innikróaðir af þýska hernum.

Hitler stöðvaði sókn þýsku skriðdrekasveitanna í tvo sólarhringa og við það fengu Bretar tíma til að bjarga meginher sínum. Enn í dag er ráðgáta hvers vegna Hitler stöðvaði sókn þýska hersins.

Þýska útgáfan Die Welt segir þrjár skýringar líklegastar. Í fyrsta lagi að Hitler óttaðist að tapa of mörgum skriðdrekum í bardögum við þá bresku. Í öðru lagi að hann vildi sýna Bretum miskunn, með það fyrir augum að semja frið. Í þriðja lagi að Hitler vildi sýna þýskum hershöfðingjum hver færi með yfirvaldið í þýska hernum.

Die Welt segir að fyrsta skýringin af þessum þrem sé ólíkleg en sú þriðja nærtæk. Leifturstríðið í Frakklandi var snemma stríðs og Hitler vildi ekki láta neinn vafa leika á að hann væri æðsti herstjóri þýska hersins - þótt hann hafi aðeins verið liðþjálfi í fyrra stríði.


Olía, trú og upplausn Arabaríkja 1973 - 2040

Bílar verða ekki knúnir bensín eða dísil eftir 2040, ef að líkum lætur. Arabaríkin náðu tangarhaldi á vesturlöndum þegar þau takmörkuðu framboð af olíu 1973 og bjuggu til olíukreppuna.

í alþjóðapólitík helst auðlegð og vald í hendur. Nú þegar hillir undir minna vægi olíu í alþjóðahagkerfinu stefnir í valdaþurrð arabaríkja. Afleiðingarnar eru þegar komnar fram. Borgarastríð í Líbýu, Sýrlandi og Írak. Ólga er í Egyptalandi og Sádí-Arabíu.

Ófriðurinn í miðausturlöndum er iðulega skýrður út frá uppgangi herskárra múslíma. Efnahagsleg hnignun er aftur baksvið vaxandi trúaröfga. Sambærilegt tímabil í Evrópusögunni er lok miðalda þegar meginútgáfur kristni, kaþólikkar og mótmælendur, efndu til trúarstríða og galdrafárs þegar lénsskipulagið var á fallandi fæti.

En ólíkt Evrópu, þar sem vaxandi borgarastétt og leysti af hólmi landeigendur sem yfirstétt, er hvergi að sjá í arabaheiminum sambærilegt afl sem getur lóðsað heimshlutan úr allsherjarupplausn. Í Evrópu var það þjóðríkið sem kom í stað lénsvelda; þróunin í miðausturlöndum er að brjóta upp þjóðríkin sem þar eru fyrir á fleti.

Eitt er víst: múslímatrú frá 7. öld verður aröbum ekki haldgóður vegvísir inn í framtíðina.

 


mbl.is Bretar fara að fordæmi Frakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnarkreppan og Flokkur fólksins

Sjálfstæðisflokkurinn heldur sínu fylgi frá síðustu þingkosningum. Framsókn og Píratar eru á sama róli í könnunum og þegar kosið var. Samfylkingin er ekki lengur í útrýmingarhættu, bæta við sig 3-4 prósentum; svipað og nemur fylgislækkun Vinstri grænna.

Helstu breytingar frá kosningunum eru að tvíflokkurinn Björt framtíð og Viðreisn er fallinn út af þingi en Flokkur fólksins kominn inn.

Sitjandi ríkisstjórn var mynduð eftir stjórnarkreppu. Ef kosið yrði núna, og niðurstöður yrðu í samræmi við kannanir, kæmi upp úr hattinum ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Flokks fólksins og Framsóknar.


mbl.is „Súpa seyðið“ af stjórnarsamstarfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. júlí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband